miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Negrinn í Þistilfirði

Sósa fannst fréttin af negranum í Þistilfirði í Degi árið 1977 svo athyglisverð að hann gerði sér ferð norður á héraðsbókasafn Akureyrar til þess að athuga hvort til væri mynd af negrastráknum í snjónum í Þistilfirði. Eftir talsvert grúsk tókst Sósa að finna einu myndina sem tekin var af kauða á meðan hann dvaldi hér í landi ísa. Á myndinni má sjá surtinn standa fyrir utan Gunnarstaði hálfur á kafi í snjó, og á svipnum á honum er að merkja að honum lítist nú ekkert sérstaklega á blikuna þó kátur maður sé. Inni í hlýjunni er fólk sennilega að draga í spil og gera góðar samræður eins og tíðkaðist á þessum árum.
Þetta er alvöru skúbb!
Forsíða Dags 9. febrúar 1977
The Rifleman gefin út í kilju

Útgáfufyrirtækið Forlagið gefur nú út í annað sinn bókina "The Rifleman" og nú í kilju. "Það er mjög metnaðarfullt hjá Forlaginu að gefa þetta stórvirki út í annað sinn og gefa þannig yngri kynslóðinni kost á því að kynnast "The Rifleman" sem er ein besta bók sem skrifuð hefur verið og ekki skemmir forsíðan fyrir" sagði Páll Valsson metsöluhöfundur í stuttu spjalli við Sósa um útgáfuna í morgun.
Hún er komin út!

Nýjasta plata Freddie Gage "All my friends are dead" er loksins komin í búðir. Beðið hefur verið í eftirvæntingu eftir nýrri skífu frá kappanum, en síðasta plata Freddie "My friends are still alive" seldist í bílförfum.

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Þolbelgur með allt niður um sig á Sýn

Gamli Víkingurinn, landsliðsþjálfarinn og ístrubelgurinn Þolbelgur Aðalsteinsson fór heldur betur á kostum í viðtali á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina. Þolbelgur mætti til leiks í sjónvarpssal þar sem taka átti fyrir þjálfaramál íslenska handknattleiks landsliðsins mökkölvaður og talaði tómt malbik, svo aðrir gestir þáttarins sáu sig knúna til þess að fara að gráta. "Þetta var alveg skelfileg lífsreynsla, hann mætti í settið með kippu af bjór og var mjög ógnvekjandi" sagði Henrý Birgir gamall skúrkur úr fjölmiðlageiranum sem var einn af gestum þáttarinns. Á myndinn hér að ofan sést hvar Þolbelgur yfirgefur höfuðstöðvar Sýn syngjandi ættjarðarsöngva með einn ískaldan í vinstri hönd.


Einn á kjammann!
(smellið á myndina)
Jens illa haldinn af Karíus

Jens Pétursson sem svo margir kannast við úr leikritinu Karíus & Baktus er nú komin á gamals aldur og er illa haldin af Karíus."Ég fór ungur að borða gotterí og hef haldið þeim ósið áfram alla mína hunds og kattartíð. Þeir bræður voru báðir komnir með vegleg einbýlishús í túllanum á mér og voru meira að segja farnir að leigja út raðhús til ættingja sinna í neðri góm helvítis melirnir. Ég náði þó með mikilli seiglu að svæla Baktus og hans hyski í burtu að lokum en Karíus er fjandanum erfiðari og ég sé ekki fyrir að ég nái að losna við hann. Þetta verður því bara að vera svona" sagði Jens og opnaði ginið til þess að sýna Sósa hvernig þeir bræður voru búnir að fara með byggingarlandið.
Loðnan er fundin!

Þau góðu tíðindi voru að berast í hús að loðnan sem leitað hefur verið dyrum og dyngjum er fundin. "Við fundum hana fyrir utan sumarhús í Villingaholtshreppi þar sem hún var að viðra sig blessunin. Loðnan virðist vera þétt og í góðu ásigkomulagi og því ekkert til fyrirstöðu að hefja veiðar að nýju" sagði Pétur Óskarsson forstöðumaður Hafró um kaffileytið í morgun.


Fyrsti albínóasvertinginn með vöðvadellu

Garðar Hólm Ananíasarson er samkvæmt heimildum Sósa fyrsti albínóasvertinginn með vöðvadellu á háu stigi. Garðar segist snemma hafa fengið mikinn áhuga á vöðvum og það hafi hjálpað sér heilmikið í baráttunni við albínóann í sér. "Albínóinn á það til að gjósa upp í mér þegar ég er niðurdreginn, og þá á ég til að gera alls kyns albínóavitleysu. En eftir því sem ég hef massað mig meira upp þá örlar minna á albínóanum" sagði Garðar í stuttu viðtali við Sósa á dögunum.

mánudagur, febrúar 25, 2008

Allt í upplausn í Júróbandinu

Sósi hefur fyrir því áreiðanlegar heimildir að mikil krísa sé komin upp innan Júróbandsins sem verður framlag okkar Íslendinga í Evróvisjón þetta árið. "Helvítið hún Regína heimtar að fá að vera með þessa asnalegu vængi á sviðinu í Riga og það er engu tauti við hana komið" sagði Friðrik Ómar við Sósa frekar önugur og langþreyttur á veseninu í dýfunni er Sósi sló á þráðinn til hans í morgun.
Lomman komin með hlunkabrjóst!

Samkvæmt áreiðanlegum heimildarmanni þá er kellingin hans Sósa komin með "hlunkabrjóst". Dæmi nú hver fyrir sig.

Burda hneyksli

Þessi mynd birtist í 34. hefti prjónablaðsins Burda fyrir nokkrum árum, en á myndinni má sjá Lommu og Sósa sitja fyrir í heimaprjónuðum ullarpeysum.
Sósi skilur ekki enn þann dag í dag hvurnig í andsk... hann lét plata sig út í þetta, en minnir að parið hafi fengði sitt hvorn þúsarann fyrir viðvikið sem kom sér þó vel á þessum árum.

föstudagur, febrúar 22, 2008

Vilhjálmur með hausinn á kafi í rassaborunni á sér

Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóraefni Sjaldgæfisflokksins tók þá ákvörðun nú í hádeginu að halda áfram sem borgarfulltrúi og taka við borgarstjórastólnum að ári. Vilhjálmur sagðist í stuttu spjalli við Sósa að hann ætlaði sér að stíga báruna og standa af sér þann ólgusjó sem í kringum hann er með því að nota "strútsaðferðina" þ.e. að stinga hausnum á sér á kaf í boruna og skella skollaeyrum við öllu því sem almennir kjósendur hafa við hann að segja. "Ég er farinn á barinn og hef ekkert meir um þessa ákvörðun mína að segja" sagði Villi að lokum og strauk hryssinsgslega yfir sveittan makkann svo söng í saumunum.

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Fyrsti netborgarstjóri í heimi

Sigurður Atlason var í morgun krýndur af sjálfum sér fyrsti borgarstjóri í sinni eigin netborg sem hann hefur ötulega staðið í að byggja síðustu vikurnar. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem maður af holdi og blóði er krýndur borgarstjóri í netheimum og óskum við hér á Sósi.is Sigurði hjartanlega til hamingju. "Þetta var mjög látlaus og tilfinningaþrungin viðhöfn sem haldin var á Café Riis á þriðjudagskvöldið. Þarna voru samankomnir velvildarmaður minn ég og laptoppurinn og þetta fór allt saman vel fram og ég var kosinn með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Ég er mjög stoltur yfir embætisveitingunni og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að hífa borgina til hæstu metorða á meðal netverja" sagði Sigurður talsvert hífaður og hátt uppi er Sósi náði tali af honum í morgun.
Villi enn að hugsa sinn gang

Hárkollusnúðurinn og dómsdagsborgarfulltrúinn Vilhjálmur Vilhjálmsson situr enn á hækjum sér á Austurvelli og hugsar stíft um sína pólitísku framtíð. Villi hefur nú setið á hækjum sér í samfellt fjóra daga og aðeins drukkið tvo bjóra, sem gefur sterklega til kynna að hann sé djúpt hugsi. Samkvæmt heimildum Sósa er vona á svari frá honum í lok vikunnar.
Villi var hálf tætingslegur þegar ljósmyndari Sósa náði mynd af honum á hækjum sér nú í morgun.
Þingmaður græddi fúlgur fjár í fjárhættuspili dulbúin sem kelling

Birkir Jón Jónsson oftast nefndur "Biggi Beauty" þingmaður Framsóknarflokksins, tók um helgina þátt í skipulögðu fjárhættuspili í miðbæ Reykjavíkur. Birkir sem mætti til leiks dulbúin sem kelling með það að leiðarljósi að trufla andstæðinga sína við spilamennskuna rakaði hreinlega að sér seðlunum svo andstæðingar hans sáu aldrei til sólar . "Ég notaði þetta trix í glímunni hér í gamla daga og það gafst vel. Það þorði enginn að taka neitt á mér ekki frekar en í dag" sagði Birkir glaðhlakkalegur á svip með fullar fúlgur fjár í símaviðtali við Sósa í morgun. Er Sósi spurði hann hvort að það sæmdi þingmanni að taka þátt í ólöglega pókerspili og þar að auki að villa á sér heimildir svaraði hann "Póker, snóker, skítaróker ég er alvöru jóker" og skellihló svo undirtók í seðlunum.
Til Birkis sást síðan í morgun þar sem hann var að eyða fé í alls kyns óþarfa, svo sem trampólín, tjaldvagna, freyðivín og alls kyns svínarí sem sauðsvartur almúginn getur ekki annað en látið sig dreyma um að eignast á þessum síðustu og verstu.

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Elijha Von Dörí í monkey business í Uganda.

Enn á ný hefur viðskiptamógullinn Elijha Von Döri áður Elías Óskar Illugason komist í verulegar álnir. Elijha stundar nú monkey business niðri í svörtustu Afríku og hreinlega rakar saman seðlunum. "Ég frétti af þessum bissness í gegnum talhólfið hjá mér, en þar hafði einhver ónafngreindur velvildarmaður minn lesið inn upplýsingar um hvernig komast mætti í álnir með þessu hætti. Þetta er náttúrulega doldið apaspil en ef maður er nógu þorinn að apa upp eftir öðrum þá getur maður efnast vel í þessum bransa" sagði Elijha við Sósa í gegnum myndsíma nú í morgun.

Annþór snýr við blaðinu

Innheimtumaðurinn Annþór Karlsson hefur hafið störf hjá innheimtufyrirtækinu Intrum Justitia og mun þar fyrst um sinn sjá um símrukkanir. "Það er mikill akkur fyrir okkur að fá Annþór til liðs við okkur enda einn öflugasti rukkari landsins" sagði Veturliði Hafsteinsson starfsmannastjóri við fréttamann Sósi.is nú í morgun. "Ég lét bara kylfu ráða kasti og ákvað að kýla á þetta þegar mér bauðst þessi vinna. Nú er bara að standa sig og berja niður alla fortíðardrauga sem ég hef verið með í eftirdragi í mjög langan tíma og fara að raka inn péningum á heiðvirðan hátt" sagði Annþór í spánnýrri rúllukragapeysu og ilmandi af kölnarvatni. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sósa þá mun Annþór verða með 300 þús kall á mánuði í laun fyrsta mánuðinn og 10 þús. kall aukreitis fyrir hverja jákvæða símrukkun. Kallinn ætti því ekki að vera á flæðiskeri staddur og ætti samkvæmt útreikningum Íbúðalánasjóðs að geta keypt sér íbúð með eldhúsinnréttingu og allt.
Kastró hættur

Vindlaspúandi commonistinn, uppistandarinn og uppreisnarseggurinn Fidel Castró hefur sagt starfi sínu lausu sem harðstjóri á Kúbu. Í stuttu spjalli við Sósa nú í morgun sagðist Kastró ekki vera búin að gera upp við sig til hvaða starfa hann myndi hverfa, en hann væri með nokkur áhugaverð tilboð á borðinu sem hann væri að skoða. Kastró sem nú liggur á meltuni og hugsar sinn gang á eyjunni Súmötru sagðist vera mikill aðdáandi Bubba Morthens og að hann hlustaði oft á lagið "Stál og knífur" áður en hann færi að sofa á kvöldin.
Kastró bað að heilsa öllum á Íslandi og sendi stuðkveðjur úr sólinni á Súmötru.





Kastró flatmagandi í sólinni á Súmötru

mánudagur, febrúar 18, 2008

Annþór reyndi að flýja úr skápnum!

Hér til hliðar má sjá mynd sem fréttaritari Sósa í Mosó náði af því er innheimtumaðurinn Annþór reynir að komast undan lögreglunni á hlaupum út úr skápnum sem hann hafði haldið til í eftir flóttann úr tugthúsinu. Ef spá má í svipinn á kauða virðist hann vera dauðskelkaður, illa til reika, geðillskan uppmáluð og banhungraður eftir vistina.

Þið sjáið það fyrst á Sósi.is
Leibbi Lomm a meikaða?

Hin víðfræðgi og gamansami stuttmyndaleikari Leibbi Lomm fékk nú á döginum sitt fyrsta stóra hlutverk í kvikmynd í fullri lengd, er hann hampaði hlutverki í nýrri kvikmynd eftir Adam Ant. "Adam hringdi bara í mig upp úr þurru og bauð mér þetta hlutverk, hafði víst séð mig í Mottunni og látið sér vel líka. Ég tók auðvitað hlutverkinu fegins hendi enda Adam hreinræktaður snillingur. Ég fer með hlutverk samkynhneigðs lögregluþjóns sem finnst gaman að gera bomsarabomm þegar hann er í vinnunni, en annars má ég ekki segja neitt frá frekara innihaldi myndarinnar á þessari stundu" sagði Leibbi er Sósi sló á þráðinn til hans þar sem hann var við tökur í Drápuhlíðinni.
Dirty weekend í London

Sósi gerði þau afdrifaríku mistök á dögunum að þiggja boð auðjöfursins Elíasar Von Illugasonar um helgarferð til London. Elijha eins og hann fer fram á að vera kallaður þessa dagana (segist vera af gyðingaættum) hreinlega fór hamförum um helgina og var ógislega dörí, görí og dirty við alla sem hann hitti og gjörsamlega óþolandi í allri almennri umgengni á meðal fólks. Hér til hliðar sést hann ógislega dirty á Hótelbarnum þar sem hann var að gera alla vitlausa. Elijha var meira að segja görí víð krúttdrusluna Amy Winhouse sem má ekki vamm sitt vita.
Lomman í 1. sæti á Dalvík

Lommuhelvítið nældi sér í gullpéning á árlegu skíðamóti sem haldið var á Dalvík um helgina er hún tók þátt í svigmóti 10 ára og yngri. Einhvern vegin í fjáranum tókst kellingunni að villa á sér heimildir og vinna með sviksamlegum hætti til fyrstu verðlauna og óskum við hér á Sósi.is henni hjartanlega til hamingju með svikaráðin. Hér til hliðar má sjá Lommuna taka við verðlaunakransinum sem fylgdi gullinu en hann var um einn fermetri að stærð. Að sjálfsögðu skartaði Lomman gríntönnunum sínum sem hún notar óspart við hin ýmsu tilefni þ.a.m. við verðlauna afhendingar.
Skíðaferð til Dalvíkur

Sósi, Lomma, Saga og hin krakkaófétin (ásamt kærasta ófétinu sem Stefanía er með í eftirdragi) skelltu sér á skíði til Dalvíkur síðastliðna helgi og heppnaðist ferðin svona líka sérdælis vel. Lommukvikindið sló í gegn í brekkunum í gömlum skíðasamfestingi af mömmu sinni sem hún heimtaði að taka með. Lomman neitaði síðan að fara úr helvítis pokanum alla ferðina og svaf meira að segja í honum í efri koju alla ferðina (fór meira að segja í honum í vinnuna í morgun). Ekki veit Sósi hvað henni gekk til með þessum fíflagangi en það ljómaði þó af Lommunni alla helgina og það er fyrir öllu. Sósi vonar til Guðs að hún fáist til þess að fara úr fjárans samfestingum í lok vikunnar en er þó ekkert sérstaklega vongóður.
Annþór fannst illa til reika í kústaskáp í Mosó

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sósa þá hefur strokufanginn Annþór verið hnepptur á ný í varðhald, en hann fannst í felum inni í kústaskáp í híbýli í Mosfellsbæ. "Við fundum hann vafinn inn í svartan ruslapoka inni í kústaskáp skjálfandi á beinunum grey kallinn. Við þurftum að eins að dextra hann, til þess að ná honum út, strjúka honum um bakið og sona. Gáfum honum síðan flóaða mysu og kanilsnúð og þá hresstist hann til muna. Hann veitti öngvan mótþróa og var bara mjög stilltur þegar við suðum á hann kúluna að nýju" sagði Karl í Krapinu, varðstjóri á vakt í stuttu spjalli við Sósa í gegnum síma frá Dalvík.

föstudagur, febrúar 15, 2008

HANDRUKKARI ÍSLANDS ER STROKINN

Skallapopparinn, handrukkarinn, ódámurinn og siðleysinginn Annþór Magnússon strauk í morgun úr fangelsinu við Hverfisgötu í morgun. Lögreglan segir að flóttin hafi verið þaulskipulagður og við fyrstu sýn virðist sem svo að Annþór hafi útbúið sér kaðal úr tannþráði og sagað rimla úr glugga með naglaþjöl sem hann fékk senda með rúnstykki í morgun. Löggan bindur þó vonir um að hann komist ekki langt enda ennþá með kúluna fasta við vinstri fót sinn. Löggan vill beina þeim eindregnu tilmælum til þeirra sem á vegi hans kunna að verða, að halda sig frá honum og alls ekki gefa sig á tal við hann. "Annþór er mjög hættulegur umhverfi sínu og þyrfti í rauninni að fara í umhverfismat með öllu tilheyrandi" sagði Löggimann við Sósa á strokustað í morgun.

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Kollvörpun hjá gamla góða Villa

Hárkollusnúðurinn Vilhjálmur Vilhjálmsson fyrrverandi og verðandi borgarstjóri í Reykjavík, hefur tekið þá lesbísku ákvörðun að skipta út gömlu góðu hárkollunni fyrir þessa sem sést hér á myndinni til hliðar. Sósa lá forvitni á að vita hverju sætti og sló því að þráðinn til kauða. "Ég er nú bara að reyna að flikka svolítið upp á lúkkið og reyna að skapa mér nýja ímynd, ekki veitir víst af" sagði Villi hálf volandi í tólið, enda ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið karlskömmin. Sósi er ekki frá því að þetta eigi ekki eftir að hjálpa karlálftinni neitt á þeirri vegferð sem hann er á beinustu leið til glötunar.

Danir snúast til varnar

Sósi er mjög ánægður með það að frændur vorir Danir láti ekki morðhótanir heittrúaðra múslima yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust. Nú hafa þrjú dönsk blöð ákveðið að birta aftur myndirnar af Múhameð spámanni sem birtust í dönskum blöðum árið 2006 til þess að mótmæla því skelfilega ráðabruggi sem upp komst á dögunum um að nokkrir heittrúaðir Mússar
ætluðu sér að afhausa höfund skopmyndana.

Hér til hliðar sjáum við þá grafa mömmu sína lifandi uppá grín.

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Amy Winehouse með Sósa og Lommu í Londres

Söngdívan Amy Winehouse gisti á sama hóteli og Sósi og fylgdarlið hans í London nú um helgina og lét víst vel af dvölinnni. Amy sem nýverið stofnaði sitt eigið brugghús "Amys Winehouse" var mjög "dirty?" alla helgina, sagði "hæjj" og var mjög glaðvær enda nýkomin úr meðferð. Á myndinni hér til hliðar sést Amy fá sér vænan smók fyrir utan Riverbank Park Plaza á leiðinni til Riverbank Studios þar sem hún var viðstödd (online) afhendingu Grammy verðlaunanna þar sem hún hampaði fimm stykkjum. Amy sagði í stuttu spjalli við Sósa að henni langaði mjög að koma til Íslands því hún hefði heyrt að þar væri mikið partýstuð og allir ógeðslega "Gurdý".

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Öskudagur

Í dag er Öskudagur og því klæddu íbúarnir að Fossagötu 8 sig í Öskudagsbúninga í tilefni dagsins. Litla Lomma fór sem senjoríta , Geðsiggi sem eitthvað kvikindi, Sósi fór sem Sósi, Stebba Lomm sem gemlingur og Lommukvikindið sem flugfreyju- kennslukonu- töframanna- ofurhetju eitthvað.

Haldið þið að það hafi verið upplitið á strákunum hjá Samtökum Iðnaðarins þegar Lomman mætti í dressinu í morgun. Sú á eftir að láta þá skríða fyrir sér í allan dag.

Ástþór kemur til dyranna eins og hann er klæddur

Ástþór Magnússon boðaði til enn eins blaðamannafundar í morgun að heimili sínu að Skarfaskeri 11 í morgun. Fréttaritari Sósa á þessum slóðum var að sjálfsögðu mættur á svæðið ásamt einum blaðburðardreng til þess að hlýða á það sem erfðaprinsinn hefði að segja.
"Ég kem alltaf til dyranna eins og ég er klæddur" var það eina sem Ástþór lét hafa eftir sér er hann birtist skyndilega í hurðargættinu íklæddur gulum bíla náttserk og skellti svo aftur hurðinni svö söng í öllu tréverki í nálægum húsum.

Hvað er eiginlega að manninum?
Siv er óánægð með brjóstin

Alþingisfrúnni Siv Friðleifs finnst brjóst sín allt of stór, þrátt fyrir að hún hafi látið minnka þau í desember síðastliðnum. Sif sem réttu nafni heitir Björg Siv Juhlin Friðleifsdóttir, hafði ætlað að fara úr stærð 32G niður í 32C. Þegar bólgan hjaðnaði og marið hvarf kom hinsvegar í ljós að þau voru enn í stærð 32F. Siv segir í viðtali við Séð&Heyrt að hún sé hundóánægð með brjóstin. Þau séu allt of stór og hangi of langt niður þegar hún stendur. Fjölskylda og vinir hafi skoðað þau og verið sammála. Hún ætlar því að fljúga aftur til Vestmannaeyja og leggjast aftur undir hnífinn. En þó skipt hafi verið um fyllingar í brjóstunum ætlar hún ekkert að henda þeim gömlu. Hún og eiginmaðurinn, Þorsteinn Húnbogason, geyma þær í peningaskáp á heimili sínu. Ástæða þess mun fyrst og fremst vera fjárhagsleg. Hjónakornin ætla að selja þær fyrir milljón kall, og gefa tíu prósent ágóðans til góðgerðarmála.

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Bobby á lífi?

Sósa var rétt í þessu að berast mynd af Bobby Fischer berrössuðum í Helikopter með dúndrandi st........ Þetta gefur til kynna að kallinn sé alls ekki kominn undir frosna torfu eins og áður var talið.
Seðlabunkastjóri búinn að fá nóg




Davíð Oddsson Seðlabunkastjóri brýnir fyrir fólki að láta nú af allri óþarfa eyðsluneyslu og þreyja Þorrann ella hljóta verra af. Davíð sagði í stuttu spjalli við Sósa að ástandið í þjóðfélaginu væri allsendis óviðunandi og að hann ætlaði sér einn og óstuddur að berja niður með harðræði ef þyrfti, allt spenderí (eins og hann orðaði það), í eitt skipti fyrir öll.


"Það eru margir orðnir ansi vambmiklir í þessu þjóðfélagi og það verður ekki liðið á meðan ég ríð hér músum" sagði Davíð hnikklaði bumbuna, glotti við tönn og skellti á eftir sér hurðinni í peningageyminum svo undirtók í þjóðfélaginu.
Bobby Fischer reiður velvildarmönnum sínum!

Samkvæmt heimildum Sósa þá er þessi mynd sem Sósi náði af Bobby í heita pottinum í Laugardalslauginni fyrir skömmu, sú síðasta sem tekin var af honum í lifanda lífi. Á myndinni sést Bobby æsa sig við velunnara sína í Velvildarvinafélagi Bobby Fischers sem staddir voru á mánaðarlegum fundi í heita pottinum í Laugardal. Umræðuefnið var víst hvar jarða ætti kallinn er hann félli frá og hver ætti að fá peningana hans er hann væri allur. Velunnararnir voru hálfskömmustulegir eftir reiðilestur Bobbys og roðnuðu niður í rassgat.
Saltkjöt og baunir túkall!

Einn af uppáhaldsdögum Sósa á árinu er Sprengidagur, því þá má Sósi slafra í sig eins mikið af baunum og brimsöltu kjöti sem honum lystir.

Þegar Sprengilomma setti baunirnar í pott í morgun og lét malla í dágóða stund, þöndust Sósanasir út og Sósi hnusaði út í náttmyrkrið svo jóreykinn lagði frá vitum hans og sveittur makkinn reis á höfði hans í spenningi fyrir atinu sem framundan er.




mánudagur, febrúar 04, 2008

Djöfuls... fyllerí alltaf hreint þarna austur frá!

Sósi hefur nú séð ýmislegt í gegnum tíðina er lítur að áfengisneyslu, en þetta slær öllu við.

http://www.youtube.com/watch?v=AKaR5nJg-qo&eurl=http://singerspace.blogspot.com/2008/01/drunk-carmen.html

föstudagur, febrúar 01, 2008

John Fortune & John Bird tala um markaðinn ofl. on the South Bank Show (skylduáhorf)

http://youtube.com/watch?v=SJ_qK4g6ntM&feature=related

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Nú veit Sósi ekki hvort hann á að fara að gráta eða hlæja!



http://www.freyja.is/kraftur/

föstudagur, janúar 25, 2008

SVONA GERAST KAUPIN Á EYRINNI!

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Elli kominn í álnir

Sósi hefur það frá fyrstu hendi að Elli Illuga sé búin að græða síljón kall á verksmiðjukaupum í Búlgaríu. Elli keypti á dögunum skóverksmiðju sem rekin hefur verið með tapi í 50 ár, en Ella tókst með mikilli útsjónarsemi að snúa rekstrinum við með því að hefja framleiðslu á laufbrúnum spariskóm sem hann taldi að myndu verða hittari. Þar veðjaði kallinn á réttan hest, því þeir laufbrúnu hafa rokið út eins og sveittar lummur og menn eins og Donald Trump, Bono og David Beckham hafa sést spóka sig í laufbrúnum frá Búlgaríu. Á myndinni hér til hliðar sjáum við Ella með silljónina á Wall Street, að sjálfsögðu í laufbrúnum.
Litla hafmeyjan komin í leitirnar

Sósa voru að berast þær fréttir að vísindamenn hjá hinni virtu geimferðarstofnun NASA hefðu fundið styttuna af Litlu hafmeyjunni á pláhnetunni Mars. Hafmeyjan hefur verið týnd í þónokkurn tíma og ekkert hefur til hennar spurst, en hún er nú komin í leitirnar. Ekki eru menn á eitt sáttir hvernig í fjáranum styttan komst alla þessa leið, en líklegasta skýringin þykir þó sú að íslenskir athafnamenn hafi verið að gera djók í frændum sínum dönum, sem hafa um nokkurra ára skeið látið eins og Þrándur úr Götu og nýtt hvert tækifæri sem gefist hefur til þess að bregða fyrir þá fæti í útrás sinni í Danaveldi. Er Sósi bar þessar fréttir undir einn viðskiptamógúlinn í heitapottinum í morgun, brosti hann út í annað og sagði "djös djókur mar".



miðvikudagur, janúar 23, 2008

Sósi sendi tölvupóst á verðbréfamiðlarann sinn í morgun og spurði "hvernig er staðan?"

Miðlarinn svaraði um hæl "þetta er staðan"






Operation Desert Storm

Jason Stewart searches Iceland for the missing coalition of the willing (smellið á linkinn hér að neðan)

http://www.thedailyshow.com/video/index.jhtml?videoId=148212

framhald 23.01.08
Ólafur strengjabrúða bláu handarinnar

Sósi hefur einnig fyrir því heimildir að Ólafur F. Magnússon verðandi borgarstjóri sé einungis strengjabrúða í pólitískri refskák Sjálfstæðisflokksins til þess að sölsa undir sig völdum á ný í borginni, og að arkitektinn af þessari fléttu sé Davíð nokkur Oddsson húsvörður í Seðlabanka Íslands. Er Sósi leitaði eftir viðtali við Dabba neitaði hann því og sagðist ekki koma með yfirlýsingar í víðlesnasta og langhættulegasta vefmiðli landsins og eiga það á hættu að verða vinsæll á ný. Hann vildi þó koma því á framfæri að hann og Villi myndu frumsýna nýja borgarstjórann á morgun og að það yrði mikið sjónarspil.
Hin fimm fræknu í ólgusjó

Sósi hefur fyrir því áreiðanlegar heimildir að upplausn ríki nú í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, og að hin "Fimm fræknu" Hanna, Fífill, Gísli, Kjarri og Tobba séu að brugga launráð gegn Villa Vill.
"Við ætlum að róa honum út á ballarhaf, henda honum útbyrðis og skilja hann þar einan eftir. Hann fær ekki einu sinni kút til þess að halda sér á floti, fjandans hárkollusnúðurinn" sagði Gísli Marteinn talsmaður "Fimm" hópsins í stuttu viðtali við Sósa er hann var að gera bátinn klárann í Reykjavíkurhöfn í morgun.
"Það er einnig von á bók frá okkur þar sem ekkert verður dregið undan í viðskiptum okkar við hárkollupunginn" sagði Gísli að lokum, lafmóður við að ýta úr vör.

þriðjudagur, janúar 22, 2008

Fólk er fífl!

Djös.. snillingar þessir stuðningsmenn Bobby Fischers heitins, blessuð sé minning hans. Þeir vildu í alvöru að geðbilaði gyðingahatarinn Bobby yrði grafinn í þjóðargrafreit okkar Íslendinga, við hliðina á Jónasi Hallgrímssyni og Einari Ben. Sósi á bara til þrjú orð sem aldrei hafa verið eins við hæfi og núna "fólk er fífl".

Björn Ingi í milljón króna Boss jakkafötum

Björn Ingi Hrafnsson eða "Bingi Boss" eins og hann er nú kallaður á meðal flokksbræðra sinna, keypti sér milljón krónu Boss jakkaföt hjá Sævari Kalli í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga og borgaði herlegheitin úr kosningasjóði flokksins. Sósi tók hús á Binga nú í vikunni og spurði hann hvort að honum þætti þetta eðlilegt. "Já blessaður mar, það gera þetta allir, spurðu bara Sarkósí, Júlíaní, Lenín og alla þessa kalla, þeir hafa aldrei borgað krónu í fataleppa, allavega ekki svo ég viti til" sagði Bingi og glotti viðbjóðslega við tönn svo skein í fúlan tanngarðinn. " En átt þú þá ekki að gefa þetta upp til skatts spurði þá Sósi. "Skatts, hvað er nú það, eru það einhver góðgerðarsamtök? Nei, ég kaupi jóladagatal einu sinni á tveggja ára fresti og læt það nægja til þess að friða samviskuna" sagði Bingi að lokum skælbrosandi í Framsóknarfötunum.
Raunveruleikin í borgarstjórn Reykjavíkur næstu þrjú árin!
Ólafur F. Magnússon nýr borgarstjóri Reykvíkinga

Sósa bárust þær dapurlegu fréttir að Ólafur F. Magnússon gamalt og úr sér gengið hirðfífl úr Sjálfstæðisflokknum væri orðinn borgarstjóri. Sósa rann kallt vatn milli skinns og hörunds er hann heyrði tíðindin, og sér ekki hvernig það á að verða til framdráttar fyrir borgina að þetta hirðfífl taki við stjórnartaumunum. Sósi veltir því fyrir sér hvernig andrúmsloftið verði á borgarstjórnarfundum þegar Ólafur er ekki mættur á réttum tíma og telur að ófáar mínúturnar fari í það að stara á hurðina og vona til guðs að Óli mæti á svæðið því annars er meirihlutasamstarfið sprungið.
Hvaða endemisþvæla er þetta í honum Vilhjálmi að vera að spyrna sig saman við þennan óörugga og taugaveiklaða lækni sem á hvergi höfði sínu að halla og stendur nú einn úti á miðju túni með brunna sinu allt í kringum sig.

mánudagur, janúar 21, 2008


Guðni blæs á óeiningu innan flokksins

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hló upp í opið geðið á fréttaritara Sósi.is er hann var spurður út í erjurnar sem hafa riðið húsum innan flokksins síðustu daga, þar sem hann var staddur í Bláfjöllum um helgina að draga barnabörnin sín á sleða. "Strákarnir eru bara aðeins að blása" sagði Guðni og hló eins og hross svo undirtók í brekkunum.