Fyrsti netborgarstjóri í heimi
Sigurður Atlason var í morgun krýndur af sjálfum sér fyrsti borgarstjóri í sinni eigin netborg sem hann hefur ötulega staðið í að byggja síðustu vikurnar. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem maður af holdi og blóði er krýndur borgarstjóri í netheimum og óskum við hér á Sósi.is Sigurði hjartanlega til hamingju. "Þetta var mjög látlaus og tilfinningaþrungin viðhöfn sem haldin var á Café Riis á þriðjudagskvöldið. Þarna voru samankomnir velvildarmaður minn ég og laptoppurinn og þetta fór allt saman vel fram og ég var kosinn með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Ég er mjög stoltur yfir embætisveitingunni og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að hífa borgina til hæstu metorða á meðal netverja" sagði Sigurður talsvert hífaður og hátt uppi er Sósi náði tali af honum í morgun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli