föstudagur, apríl 15, 2005


Mamma er búin að vera á tölvunámskeiði síðastliðna daga og hefur tekið heilmiklum framförum. Þessa mynd tók ég af henni í matarboðinu á Miðvangi í gær. Posted by Hello


Lúxusfeðgar á ferð og flugi!


Blaðamenn Séð og Heyrt náðu mynd af Lúxusfeðgum er þeir voru á leiðinni út, myndin mun birtast undir fyrirsögninni "Lúxusfeðgar á blússandi uppleið" í næsta tölublaði samkvæmt áreiðanlegum heimildum heimildarmanna Sósa.is. Posted by Hello


Þetta er náttúrulega ekki í lagi! Posted by Hello


Pabbi tók eina rosaflotta mynd af mér á leiknum. Ekki er um að kenna bjórdrykkju því það var ekki seldur bjór á leiknum. Ég er farin að hallast að því að hann sé farinn að sjá verulega illa en neiti að viðurkenna það. Myndin að ofan segir allt sem segja þarf. Posted by Hello

Stadium de Olympic í Munchen, Bayern í stórsókn. Posted by Hello
Lúxusfeðgar í lúxusferð!


Ég og pabbi brugðum okkur á leik í meistaradeildinni í vikunni. Fórum að sjá Chelsea spila við Bayern Munchen í Munchen. Það var mikil skemmtun og góð. Ferðinn einkenndist af miklum lúxus þar sem feðgarnir ferðuðust á fyrsta farrými jafnt á láði sem legi. Matfanga var leitað á dýrustu veitingastöðum Munchenborgar og ekki þurftum við að leita lengi, því hinum megin við hornið á lúxus hótelinu þar sem við gistum var líka þessi dýrindis Schnitscel staður þar sem boðið var upp á lúxus 800 gr Schnitscel sneiðar á verði sem er ekki fyrir hvern sem er að punga út fyrir. Vorum í extra lúxus sætum á vellinum þar sem svartir þjónar báru í okkur eðal bjór og lúxus pylsur kenndar við Bratwurst von Baumgartner. Okkar lið sem er nokkurs konar lúxus lið eins og við feðgarnir vorum í þessari ferð, rúllaði auðvitað upp hinu arfaslaka lið Bayern og tóku ekkert aukalega fyrir það enda á lúxus launum. Enduðum síðan ferðina með því að fá okkur drykk/i á lúxushótelinu þar sem fremsti píanósnillingur veraldar Emmel von Cliderman spilaði ljúfa tóna fram eftir nóttu. Nokkrar gleðikonur voru á barnum þetta kvöld, og reyndu þær að tæla lúxusfeðgana með sér í ljúfa leiki, en þeim varð ekki kápan úr því klæðinu, enda lúxusfeðgar þekktir fyrir eitthvað allt annað en lauslæti og saurlífi. Héldum glaðir í bragði heim á leið daginn eftir á fyrsta farrými, þar sem eðal flugfreyjur struku á okkur vangann og stjönuðu við lúxus feðga eins og mest þær máttu, enda ekki um neina meðal Jóna þar á ferð. Posted by Hello

fimmtudagur, apríl 14, 2005


Það er bloggkrísa í gangi, engin bloggar neitt lengur svo að ég er að spá í að leggja þessa síðu niður. Ekkert gaman að blogga aleinn, Siggi Atla er sá eini sem bloggar eitthvað að viti. Ég er farin í verkfall og hananú.  Posted by Hello

Okkar ástkæri Bubbi Morthens hefur höfðað mál á hendur hinum geysivinsæla sjónvarpsmanni Bubba Byggir eða Bubba Birgis eins og margir af eldri kynslóðinni kalla hann. Bubbi segir að það sé aðeins pláss fyrir einn Bubba á markaðnum og vill því að Bubbi Byggir breyti fornafni sínu ella dauður liggja. "Ég slæ hann í rot" sagði Bubbi við blaðamenn er hann var inntur eftir því hvað hann ætlaði sér að gera ef Bubbi Birgis færi ekki að tilmælum hans. Ekki náðist í Bubba Byggir vegna málsins, en blaðafulltrúi hans lét hafa eftir sér að Bubba Byggir væri ekki skemmt. Valti og skófli góðir vinur Bubba Byggir tjáðu blaðamönnum að þeir tækju af fullri hörku á Bubba ef hann léti sjá sig í bænum. Posted by Hello


Gott fólk, það er búð að velja nýjan páfa!! Sósi er auðvitað fyrstur að birta mynd af honum, veskú. Posted by Hello