föstudagur, nóvember 04, 2005

Sucker og Fucker slógu á létta strengi!

Og að sjálfsögðu mættu frönsku bræðurnir Sucker og Fucker. Þeir fóru mikinn í veislunni og handtóku mann og annan. Almennt var sagt um þá bræður að þeir hefðu sett sterkan svip á veisluna með nærveru sinni þó svo að þeir töluðu ekki stakt orð í íslensku né ensku.
Mamma hans Súpermanns var mætt að sjálfsögðu!

Brynja Bomba var að sjálfsögðu mætt í teitið og skartaði þessu litfagra bikiníi. Hún sagði að hún væri í gervi sem mamma súpermanns heitinns. Var það mál manna að þær stöllur Lomman og Litla ljót hefðu farið langt yfir strikið með þessu búningavali og einungis valið þá til þess að ná augum karlpeningsins á staðnum sem þær vissulega gerðu. Ekki fer þó neinum sögum um heimtur, en þó skal það upplýst hér að þær fóru ekki allslausar heim.
Ísdrottningin lét sig ekki vanta!

Yndisfríð Loðmfjörð lét sig ekki vanta frekar en fyrri daginn og skartaði hún þessum efnislitla klæðnað. Lomma sagði að hún væri ísdrottningin og því svölust af öllum á staðnum. Ekki tóku þó allir undir þau orð lommunar og flissuðu í hljóði úti í horni. Lomman sagðist viss um að vinna titilinn "Svalasta gríman" sem var veitt með viðhöfn að partýstuðinu loknu. Sósi getur upplýst það hér með að henni varð ekki kápan úr því klæðinu enda klæðalítil.
Elli Sprelli eða "Sprelías" slær í gegn!


Ellli Sprelli mætti að sjálfsögðu í partýið og sló öll met hvað vitleysingshátt snertir. Hann mætti að eigin sögn í eigin persónu eða sem Sprelli og var mikið hlegið að honum er hann gekk í salinn. Margir vildu meina að þetta væri einn flottasti grímubúningur sem þeir hefðu séð, en Sósi tekur ristir ekki svo djúpt með árinni.
Halloweenpartístuðveisla Sósa!

Í tilefni að því að Halloween dagurinn var haldinn hátíðlegur síðastliðinn mánudag, blés Sósi og starfsfólk hans til Halloweens partýstuðsgleðskapar og bauð í veislupartýið öllum sem til eru í heiminum. Mætingin var ekkert sérstaklega góð, en þó mátti sjá í partýstuðsveislunni nokkur kunnugleg andlit. Sósi birtir hér án leyfis viðkomanda nokkrar af þeim myndum sem teknar voru í atinu. Fyrstur til að ríða á vaðið er Jón Jónsson smaladrengur að vestan, en hann mætti uppábúinn sem rolluriðill og hlaut að launum töluverða eftirtekt viðstaddra sem þótti þetta uppátæki Jóns í meira lagi skemmtilegt.