fimmtudagur, október 02, 2008

Lagið um það sem er bannað

Það má ekki fá sér lítið lán
og ekki fremja lítið bankarán
ekki fara í búðir og kaup út á visa
og ekki segja að nautasteik sé ýsa

Það má ekki detta í skuldafen
og ekki fá sér dáldið mikið yen
ekki fara í útlönd og kaupa hitt og þetta
ekki segja crisis heldur "kreppa"

Þessir stjórnmála menn eru skrýtnir
eru alltaf að skamma mann
þó maður eyði um efni fram
eru þeir alltaf að skamma mann

Það má ekki fljúga á Saga Class
og ekki fá sér gúlla heldur dass
ekki fara í spyrnu á Rangeanum hennar mömmu
og ekki stela demöntum af ömmu

Það má ekki fara í kynlífsbúð
og ekki stinga lilla ven í snúð
ekki fara að grenja þó gengið sé að falla
ekki berja gamla feita kalla

Þessir stjórnmála menn eru skrýtnir
eru alltaf að skamma mann
þó maður eyði um efni fram
eru þeir alltaf að skamma mann osfrv.

Höf: Sósi

miðvikudagur, október 01, 2008

Getur það í alvörunni verið?