þriðjudagur, desember 11, 2007


Lomman grínar út í eitt

Ef einhver skyldi ekki vita það, þá er Lomman mikill grínari, en í sumar þá fór kellingin eiginlega langt út fyrir öll þau mörk sem kalla má grín eða spé, þegar hún í tíma og ótíma var með eitthvað andsk... tippagrín. Sósi birtir hér nokkrar myndir sem sýna á hvað plan grínið er komið hjá Lommunni.

Þess má geta að Lomman er farin að vinna í gróðrastöðinni ÖSP um helgar, guð má vita af hverju.

...og enn er kellingin í gríngírnum
...Lomman óstöðvandi í gríninu
Lomman farin að vinna hjá Samtökum Iðnaðarins

Eins og flestir landsmenn vita, þá hóf frú Loðmfjörð að starfa hjá Samtökum Iðnaðarins ekki alls fyrir löngu. Þar unnir hún hag sínum vel og og hefur ekki út á neitt að setja. En í stuttu samtali við Sósa uppi í rúmi í gær sagði hún að kaffitímarnir væru soldið öðruvísi en hún ætti að venjast, þ.e.a.s. að í kaffitímunum væri bara alls ekki drukkið neitt kaffi, heldur þömbuðu allir Kók út í eitt. Sósi mætti því með vélina á kaffistofu SI nú í morgun og smellti þar þessari mynd af Lommunni þar sem hún sat og sötraði kók með vinnufélögum sínum.

mánudagur, desember 10, 2007

Svindlari dauðans

Sósi fór með Lommunni sinni í pool um helgina og ætlaði að salta kellinguna í eitt skipti fyrir öll. Kellingin aftur á móti neitaði að láta salta sig og notaði öll trixin í bókinni til þess að koma í veg fyrir Sósasigur. Hér til hliðar má sjá eitt af trixunum, þetta er náttúrulega bannað.
Óskar Hafliði tekin við sem nýr landsliðsþjálfari

Óskar Hafliði Ragnarsson tók við stjórnartaumunum hjá íslenska karlalandsliðinu í morgun af Ólafi Jóhannessyni sem var rekinn á dögunum eftir slakan leik landsliðsins gegn Dönum. Ráðning Óskars kom flestum þeim sem vit hafa á knattspyrnu nokkuð á óvart, en Óskar hefur aldrei þjálfað nokkurt lið að því Sósi best veit. Á blaðamannafundi í morgunn þá virtist Óskar einnig vera nokkuð hissa á ráðningunni en sagðist engu að síður ætla að gera sitt besta til þess að rétta skútuna af. "Það var bara hringt í mig í gær og ég spurður hvort ég vildi taka við starfinu, sem ég þáði" sagði Óskar við blaðamenn er hann var inntur eftir aðdraganda ráðningarinnar. Framkvæmdastjóri KSÍ hafði sig lítið í frammi á fundinum og húkti skömmustulegur úti í horni og er ástæðan fyrir því samkvæmt heimildarmönnum Sósa að það hefði verið hringt í vitlaust númer þegar hringt var í Óskar. Þegar það síðan uppgötvaðist hefði það hreinlega verið orðið of seint og búið að skrifa undir þriggja ára samning.