föstudagur, apríl 22, 2005


Þeir sem hafa áhuga á hampi, maki, rörum og ofnakrönum er bent á að nú stendur yfir norðurlandamótið í pípulögnum í Perlunni. Keppnin er æsispennandi og má varla á milli sjá hvor keppanda er færari með hampinn. Keppandinn frá Finnlandi virðist vera hæfastur með makið en annars eru keppendur mjög jafnir. Posted by Hello

Sósi, Rakel, Saga, María og Karmen Andrea skruppu í bæjarferð á sumardaginn fyrsta sem er svo sem ekki í frásögur færandi, en við urðum heldur betur hissa þegar við rákumst á þetta tröll á Laugaveginum. Saga var ekkert smeik við tröllið, labbaði upp að því og sagði hátt og snallt "fokk jú, djíses" og veifaði til pabbi síns sem smellti mynd af tröllinu og óknytta stelpunni. Posted by Hello

þriðjudagur, apríl 19, 2005


Ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum, þá vil ég minna fólk á það að ég og mín spúsa erum orðin rík og fræg. Ef þið viljið hafa samband við okkur þá eruð þið vinsamlega beðin um að hringja í Halldóru (símsvörunarkerlingin okkar) í síma 8988198 og panta tíma. Við erum mikið í útlöndum eins og gefur að skilja því nýja fyrirtækið okkar Sósi and Loðmfjörð Group eða SL group hefur aðsetur sitt í London eins og flest önnur Group fyrirtæki. Ef ykkur vantar pening þá getið þið sett ykkur í samband við Einar (fjármálaumsýslumaðurinn okkar) í síma 19 og fengið hjá honum aur, en þó aldrei meira en fimmara. Hafið þið góðan dag og guð blessi mammon! Posted by Hello

mánudagur, apríl 18, 2005

Lúlli verður næsti vítisstrákur (Hellboy)!

Lúðvík Bergsveinsson alþingismaður hefur fengið vilyrði frá alþingi Íslands að taka sér ársfrí frá störfum. "Mér barst bréf frá virtu kvikmyndafyrirtæki í Hollywood í síðustu viku, þar sem farið var á leit við mig að taka að mér hlutverk vítisstráksins í næstu mynd um kauða. Síðast mynd gekk víst mjög vel og makaði krókinn fyrir framleiðendur. Ég sá að vísu aldrei þessa mynd, enda upptekinn á þingi að sýna af mér vítavert háttalag. Ætli það sé ekki þess vegna sem þeir höfðu samband við mig, ég virðist eiga mjög auðvelt með að sýna af mér vítaverða hegðun og það er það sem þessir kvikmyndajöfrar eru að leita eftir." sagði Lúðvík er hann var inntur eftir því, hvers vegna í ósköpunum hann hefði fengið þetta hlutverk. Posted by Hello

Agnes Bragadóttir blaðamaður hefur sótt um launalaust leyfi frá Morgunblaðinu til þess að koma á laggirnar félagi sem mun hafa það að markmiði að bjóða í síma fyrir hönd almennings. Mikill fjöldi Íslendinga hefur heitið því að leggja fé í verkefnið og eru komin loforð upp á hellings pening. Blaðamaður á Sósi.is fór á stúfana og tók tal af Agnesi þar sem hún var að skoða síma í BT í kringlunni. "Okkur finnst þessi flottastur og erum að spá í að bjóða í hann" sagði Agnes er hún var innt eftir því hvort að henni væri alvara með því að bjóða í Símann ásamt sauðsvörtum almúganum. "Þessi er á ágætis verði, með myndavél og svo er hægt að senda smess emm mess í honum" sagði Agnes ennfremur er blaðamaður spurði hana hvort hún væri ekki að djóka. "Við þurfum svona 1000 manns til þess að leggja fram fé í söfnunina svo við þurfum ekki að dreifa þessu á 6 mánuði" sagði Agnes að lokum er hún var spurð að því hvort að hún væri viss um að nóg myndi safnast til þess að aðrir fjárfestar teldu það vænlegan kost að vera með í þessu ævintýri. Er Agnesi var gert það ljóst af blaðamanni Sósi.is, að allir þeir sem hafa fylgst með þessu máli síðastliðnar vikur teldu að hún væri að bjóða í Símann sem er í eigu ríkisins hafði hún þetta um málið að segja "Ja, nú er ég alveg bit, hvaða helvítis vitfyrringsháttalag er þetta nú eiginlega. Ég veit ekki hvað vitleysingi myndi detta þvílíka firru í hug. Það er öllum ljóst að fólk er fífl, og ekki viljum við að fífl stjórni Símanum, er það?" Posted by Hello
Sósi segir mötuneytum stríð á hendur!


Sósi kom við í mötuneytinu eftir mikið átak í ræktinni í hádeginu og setti í sig ótæpilegt magn af fiskibollum, kartöflum, pasta, súpusulli, grænmeti, sósu og fullt af allskyns dóti úr jurta og dýraríkinu. Ekki veit ég hvernig ég yrði í laginu ef ég gerði þetta að vana mínum, þ.e.a.s. að raða svona í mig í mötuneytinu í hverju hádegi. Hugsanlega einhvern vegin svona eins og myndin að ofan sýnnir, kannski verri. Sósi segir nei við mötuneytispúkann og ætlar ekki að heimsækja helvítið fyrr en í fyrsta lagi á næstu öld. Svei þér andskoti!!! Posted by Hello