mánudagur, apríl 18, 2005

Sósi segir mötuneytum stríð á hendur!


Sósi kom við í mötuneytinu eftir mikið átak í ræktinni í hádeginu og setti í sig ótæpilegt magn af fiskibollum, kartöflum, pasta, súpusulli, grænmeti, sósu og fullt af allskyns dóti úr jurta og dýraríkinu. Ekki veit ég hvernig ég yrði í laginu ef ég gerði þetta að vana mínum, þ.e.a.s. að raða svona í mig í mötuneytinu í hverju hádegi. Hugsanlega einhvern vegin svona eins og myndin að ofan sýnnir, kannski verri. Sósi segir nei við mötuneytispúkann og ætlar ekki að heimsækja helvítið fyrr en í fyrsta lagi á næstu öld. Svei þér andskoti!!! Posted by Hello

Engin ummæli: