fimmtudagur, júlí 12, 2007

Davíð og Guðný sendu Sósa þessa mynd í vikunni með eftirfarandi texta:

Sæl öllsömul, höfum það gott í sólinni í Portúgal, erum búin að gera margt og mikið og Davíð búin að fara nokkrum sinnum yfir strikið. Höfum ekki verið nógu dugleg að bera á okkur sólarvörn og höfum því roðnað meira en flestir í ferðinni.

Sólarsamba kveðjur úr sólinni,

Davíð og Guðný
Menn eru ekki bara í ruglinu í Rússlandi!

Siggi sonur Sósa spurði um daginn upp úr þurru "Pabbi, hvað varð um Sigga Síkó?"
Sósi hrökk í kút er hann heyrði þetta nafn og fékk gæsamús um allann kroppinn, sennilega vegna sinna fyrri viðskipta við fýrinn. Er gæsamúsin var farin af Sósi og mesta geðshræðslan runnin af honum fór Sósi að leyta lófanna að Sigga Síkó á netinu. Er Sósi sló inn nafnið "Siggi Síkó" á Google þá byrtist þessi mynd undir yfirskriftinni "Hardcore smoker, Siggi Síkó in his green plastic stalion uniform in a hunting trip in Yugoslavia" Hvurn grefilinn er Siggi Síkó að þvælast í veiðiferð í Júgóslavíu hugsaði Sósi með sér er hann sá þessa svakalegu mynd. Sósi sló því á þráðinn til Sigga til þess að fá nánari útskýringar á þessu hátterni. "Nú er ég hættur í öllu rugli, fluttur til Júgóslavíu og uni þar hag mínum vel. Þessi mynd var tekin er ég fór í svokallaðan bondage gum boot veiðitúr sem er mikið stundað í bænum sem ég bý í. Þá dressa menn sig upp í flotta gúmíbúninga og fara á villihesta veiðar. Túrinn endar síðan villtu stóðlífi með villihestunum og því betra að vera vel gallaður" sagði Siggi og bað innilega að heilsa öllum heima. "Ég er ekkert á leiðinni heim" galaði síðan Siggi í tólið með sinni barnslegu síkaretturödd og skellti á.

Vó Siggi, slaka aðeins á í ruglinu!

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Rússneski herinn á ferð og flugi!

Þessi mynd náðist af rússneska hernum er þeir voru að færa stríðsvélar sínar á milli bæja. Svei mér þá ef þeir eru ekki komnir hringinn í tækninýjungunum.

Meira ruglið alltaf hreint þarna í Rússaríki!
Saga slær í gegn á bongótrommunni

Þessi mynd var tekin af Sögu sætu er hún barði bongótrommu í tryllingi á leikskólanum um daginn.
Hvað er eiginlega að gerast þarna austurfrá?


Djöfulsins fyllerí alltaf hreint þarna í Rússlandi!
Elli á hjólinu!
Elli sprelli og föruneyti eru nú stödd í einhverjum fjallakofa á Spáni. Þau eru nú búin að vera full uppá hvern einasta dag í meira en viku og partýið er rétt að byrja. Þessi mynd náðist af sprellanum er hann skaust út í búð að ná í meiri veigar handa þyrstu Íslendingunum á Costa del La Blanca De Nero El Mar þar sem fylleríshúsið stendur.
Meira andskotans fylleríið á þessu liði alltaf hreint!