fimmtudagur, október 11, 2007

Hrömsuðu í sig heila árshátíð!

Guðmundur Benónýsson (Gvendur bolla) og Ásthildur Geirharðsdóttir (Ása tröll) mættu á árshátið tannlæknafélagsins í Iðubergi eins og þau hafa gert síðastliðinn 15 ár eins og siðlausum tannlæknum sæmir. Þau voru víst í góðum fíling allt þar til borðhald hófst en þá umturnuðust þau og gúffuðu í sig alla árshátíðina, matinn, diskana, servíetturnar, gólfteppið, skemmtikraftana, kokkinn og gluggatjöldin. Er þau höfðu lokið sér af, stóð ekki steinn yfir beini og höfðu þau meira að segja reynt að naga borðlappirnar af veisluborðinu sem voru úr galvaniseraðu steypustyrktarjárni, en varð sem betur fer ekki kápan úr því stálinu. Ása át meira að segja kjólinn sinn og hluta af jakka Guðmundar svo stór sá á honum. Þau voru að lokum selflutt út úr hátíðarsalnum á lyfturum og látin sofa úr sér í vöruskemmu Eimskips við Sævarhöfða. Ása og Gvendur vildu ekkert láta hafa eftir sér um átið er leitað var eftir því, en vildu koma því til skila til samstarfsfólks síns að þau hörmuðu átið og að þau myndu skila öllu því dóti sem þau átu ófrjálsum munni til réttra aðila er hlutirnir myndu skila sér á næstu dögum.

Palli Vals dekrar við sjálfan sig!


Þessi mynd náðist af þeim gamla er hann var að prufukeyra Massi Ferguson sláttuvélina sem hann keypti fyrir slikk hjá Valda koppasala í sumar. "Var á leiðinni út á land þegar ég sá hana standa þarna fallega rauða fyrir utan bílskúrinn hjá Valda. Ég tók því hús á kauða og spurði hann hvað hann vildi fá fyrir hana. Ég borgaði honum 30 silfraða koppa af Nizzan Micra sem ég hef verið að vandræðast með í bílskúrnum og málið var dautt" sagði Palli er Sósi grennslaðist fyrir um uppruna vélarinnar. Af myndinni má síðan sjá að Palli hefur ekki slegið slöku við í ræktinni nema síður sé og síðan hefur hann fjárfest í þessu líka flotta pungsarabindi eins og honum hefur lengi langað í. Það er því greinilegt að kallinn hefur dekrað við sjálfan sig langt um efni fram og hefur Sósi af því nokkrar áhyggjur.

Skyldi Heilinn vita af þessu?

miðvikudagur, október 10, 2007

Allt að gerast í sveitinni

Jón Jónsson fræðimaður og bóndi sendi Sósa þessa mynd af sjálfum sér þar sem hann sést gera sér glaðan dag með nokkrum sauðum úr sveitinni. Sósa lék forvitni á að vita hvernig gengi með sauðfjársetrið í Sævangi sem Jón hefur forstöðu með og sló því á þráðinn til Jóns. Sem endranær stóð ekki á svari hjá sauðnum er hann á endanum hafði sig að símtækinu, "Ég veit nú ekki hvers vegna í andskotanum ég ætti að upplýsa þig um það þéttbýlispúkinn þinn, en ef þú endilega villt vita það þá gengur það bara mjög vel. Við erum búnir að vera með hrútaþukl og spunakeppni sem fékk nafnið "ull í fat" í sumar, og síðan var haldið þuklaraball og bara ýmislegt." sagði Jón greinilega eldhress eftir öll sauðahoppinn undanfarna daga. Sósi skilar með þessari færslu kærri kveðju í sveitina og aldrei að vita nema hann láti sjá sig á þeim slóðum fyrir næstu aldamót.Vilhjálmur borgarstjóri lyftir sér upp

Fréttaritari Sósa í Lundúnum sendi þessa mynd á fréttastofuna í morgun. Ef vel er að gáð, þá sést grilla í Villa borgarstjóra uppáklæddan sem einhverskonar aftaníossa úr framtíðinni. Er Villi var inntur eftir því hvurs vegna hann væri staddur í Lundúnum í þessu outfitti en ekki á borgarstjórnarfundi í Reykjavík. Þá svaraði hann því til að hann hefði tekið þá ákvörðun að lyfta sér aðeins upp eftir allt sem á undan hefur gengið síðustu daga og misery. Er hann var spurður að því hvort hann héldi ekki að eftir því yrði tekið að hann sæti ekki fundinn, þá svaraði hann "I dont give a flying fuck" og lét sig hverfa út í náttmyrkrið ásamt fríðu föruneyti dverga og forynja sem hann virtist vera í slagtogi með.

Villi, hvar er forgangsröðin hjá þér maður?


Dvergarnir Halli og Þorgeir Ástvalds gera út um gamalt veðmál
Sósa barst það til eyrna á dögunum að Þorgeir Ástvalds og Halli í tvíeykinu Halli & Laddi hefðu gert með sér veðmál fyrir um 20 árum síðan, sem fólst í því að Halli skoraði á Ástvald í körfu og sagðist leggja þúsara undir. Einhverja hluta vegna varð aldrei neitt úr einvíginu á þeim tíma, en þegar Þorgeir hitti Halla á förnum vegi um daginn þá ítrekaði Halli áskorunina sem Þorgeir tók með því að svara honum "Látum á það reyna strumpur". Einvígið var síðan háð síðastliðinn mánudag fyrir aftan höfuðstöðvar Íslenskrar Erfðagreiningar, og að sjálfsögðu var Sósi með mann á staðnum.
Það er skemst frá því að segja að Þorgeir Ástvalds tók Halla strump í kennslustund og tróð ítrekað yfir hann í leiknum. Leikar enduðu þannig að Þorgeir skoraði 20 körfur á móti 5 körfum Halla. "Þetta kom mér ekki á óvart, enda maðurinn algjör strumpur" sagði Þorgeir að leik loknum á meðan hann týndi malbiksklepra úr hárinu á sér sem hann hefur ekki haft fyrir því að skerða í áraraðir. "Þetta var algjört svindl, ég sá hreinlega aldrei neitt í leiknum fyrir faxinu á dvergnum og hitti því ekki sem skyldi" sagði Halli niðurlútur og sagðist vilja endurtaka leikinn að ári. Sósi lagði það því til við dvergana að þetta yrði árlegur viðburður sem hægt væri að gera að hinni mestu skemmtun sem fólk myndi borga sig inn á til að sjá. Leikurinn verður því að sama tíma að ári á sama velli og liðin skipuð sömu dvergum og áður.