föstudagur, febrúar 18, 2005


Jói hefur nú loks fyrirgefið Jórunni fyrir að hafa klesst fínu Fiat Pönduna sem hann gaf henni í jólagjöf. Jói er nefnilega með eindæmu langrækinn maður og það tekur hann yfirleitt svona um mánuð að fyrirgefa smáatriði. En þessi útafakstur hjá Jórunni var svo sem ekkert smáatriði því Fiat Pandan er ónýt og hefur Jói nú þurft að púnga út fyrir nýrri bifreið. Jórunn var að vísu aldrei alveg sátt við Pönduna, fannst hún helst til lítil, og ekki nógu mikið pláss aftur í fyrir bjútíboxið. Þessum skilaboðum hefur hún greinilega komið áleiðist til Jóa því bifreiðin sem hann fjárfesti í núna er ekki af verri endanum. "Chevrolet Nova All Star Jackson Five" varð fyrir valinu í þetta skiptið og nú getur Jórunn krúsað með alla fjölskylduna og samt pláss fyrir bjútíboxið og meira til. Hún getur meira að segja náð í allt pakkið fyrir sunnan eins og Jói orðaði það svo skemmtilega á áramótagleði ástsjúkra dverga þar sem hann var veislustjóri um síðustu helgi. Til hamingju með nýja bílinn Jórunn!! Posted by Hello

Stefanía dóttir mín er alltaf að lenda í því að fólk á fáförnum vegum er að ganga upp að henni og segja "mikið ofboðslega ert þú lík henni leikonu þarna, henni Lindsay Lohan!" Þetta hefur ekkert farið í taugarnar á stelluni enda ekki leiðinlegt fyrir unglingssnót að vera líkt við fræga leikkonu sem að auki er poppstjarna. Sósi Sig fór því á stúfana og útvegaði sér mynd af Lindsey eftir heljarinnar krókaleiðum. Sósi fékk myndina í morgun í DHL pósti frá USA og það er ekki annað hægt að sjá en að það sé svipur með þeim. Sósi fór því enn og aftur á stúfana og talaði við strákana hjá Myndbreyting.is og bað þá um að skeyta stellu inn á myndina svo hægt væri að bera þær saman. Þeir voru ekki lengi að redda því endar vanir menn og snöggir aððí. Dæmi nú hver fyrir sig!!!!! Posted by Hello

fimmtudagur, febrúar 17, 2005


Pétur vinur hans Sigga hefur verið iðinn við kolann síðan hann hætti í hljómsveitinni með Sigga og Leu. Eins og flestir vita þá spilaði Pétur á hörpu í þeirri hljómsveit og gat af sér gott orð sem taktfastur hörpuleikari. Pétur flutti búferlum og þurfti því að hætta í hljómsveitinni við lítinn fögnuð annarra hljómsveitarmeðlima enda var Pétur bjargið sem bandið var byggt á. En Pétur hefur ekki setið auðum höndum síðan bandið flosnaði upp. Hann hóf nám í hörpuleik í hinum virta hörpuskóla "The Universal School of Singing Harps" og hefur nú skapað sér nokkuð stórt nafni í hörpuheiminum. Þessi mynd var tekin af honum er hann lék á Nordica Hotel fyrir skömmu við lítin fögnuð þeirra sem á hlýddu. Hann er orðinn ansi kerlingalegur og útjaskaður af öllu þessu hörpuglamri ef eitthvað er að marka myndina. Takk og bless! Posted by Hello


Rakel fékk mjög dularfulla hringingu í gærkvöldi. Þegar síminn hringdi þá stökk hún upp úr stólnum og sagði "ég skal svara", síðan fór hún með símann inn í stofu og talaði í hálfum hljóðum í tólið. Þegar samtalinu var lokið þá kom hún inn í eldhús eldrauð í kinnum og og hálf völt á fótum (enda nýbúin með þristinn). Ég spurði hana náttúrulega eins og rassagulli sæmir "hver var þetta hnoðrinn minn", hún svaraði því til að þetta hefði verið Gunna vinkona hennar að bjóða sér í bíó. Ég gat ekki annað en tekið hnoðrann trúanlegann, en vissi þó að eitthvað annað bjó þarna undir. Rakel tók nú til við að dressa sig upp og fannst mér hún ganga full langt í því miðað við að hún væri að fara í bíó. Hún fór í bláa galakjólinn sem ég gaf henni í fyrra fyrir Þorrablótið hjá VGK og setti á sig semelíu eyrnalokkana sem mamma hennar og pabbi gáfu henni í 30 afmælisgjöf. Ég spurði hana hvort að þetta væri nú ekki full yfirdrifið en hún umlaði bara einhverja þvælu og sagðist þurfa að drífa sig. Í morgun komst ég síðan að því að hún fór ekkert í bíó í gærkveldi, þegar Sighvatur vinnufélagi minn óskaði mér til hamingju með konuna. Ég kom alveg af fjöllum og spurði hann hvað í helvítinu hann væri að meina. "Nú með titilinn maður, konan þín var kosinn ungfrú Skyr.is í gærkveldi. Varstu ekki að horfa á sjónvarpið??" Rakel hefur því verið að taka þátt í einhverri ómerkilegri fegurðarsamkeppni á bak við bakið á mér. End var það líka ankannalegt að það voru engin batterí í fjarstýringunni í gærkvöldi og því gat ég ekki horft á sjónvarpið. Skammastu þín Loðmfjörð, svona gera ekki alvöru húsfreyjur, hvað þá eftir þrist!!! Posted by Hello

Rakel rembist þristinn við
skyldann koma að lokum?
Komdu nú að góðum sið
með góðum rassarokum Posted by Hello


Þristur hjá Rakel í gær!! Skilji þeir sem skilja vilja.Posted by Hello

miðvikudagur, febrúar 16, 2005



Ástæðan fyrir því að karlar elska lesbíur en konur hata homma! Posted by Hello

Elsa sendi mér póst í gær þar sem hún tekur fram að henni sé farið að hundleiðast í Iowa. Hún segir að Kalli taki þessar svefnrannsóknir sýnar svo alvarlega að hann sofi út í eitt, og ef hann er ekki sofandi þá er hann annað hvort á barnum eða á júdóæfingu. Elsa hefur því ákveðið að segja leiðindunum stríð á hendur og hefur hún stofnað hljómsveit ásamt tveimur öðrum kellingum úr hverfinu. Bandið heitir "The Sleeping Wifes" og hafa þeir nú þegar haldið nokkra tónleika. Það sofnuðu víst allir á fyrstu tónleikunum en Elsa sagði að það hefði ekki verið útaf því að þær hefðu verið eitthvað leiðinlegar, heldur útaf því að Kalli hefði verið með einhverja rannsókn í gangi kvöldið áður þar sem hann byrlaði hálfu bæjarfélaginu einhvern ólyfjan og fólkið því bara ekki alveg búið að jafna sig. Hún segir að seinni tónleikarnir hafi gengið betur en aðsóknin hefði mátt vera betri. The Sleeping Wifes spila aðalega bluegras tónlist en Elsa segir að ef vel er hlustað þá sé hægt að greina áhrifa íslenskrar sagnatónlistar. Hún sagði einnig í bréfinu að þær ætluðu að halda ótrauðar áfram enda lítið annað við að vera, það eina sem er að hrjá þær er að sú sem spilar á banjóið fer alltaf að jóðla ef einhver tekur uppá því að klappa á tónleikum. Elsa segir að jóðl eigi ekki alveg við í Bluegrassssinu en það sé svo sem aldrei að vita hvað almenningur dettur niður á að fíla. Hún segir að kellingin verði eitthvað áfram í bandinu en ef þetta ágerist þá verði hún látin fara. Posted by Hello
Mikið er manni nú farið að lengja eftir vorinu, maður er fyrir löngu síðan búin að fá nóg af horinu.
Ímyndið ykkur alla Pólverjana sem eru að vinna hér í slorinu, haldið þið ekki að þeim sé ekki farið að lengja eftir vorinu og búnir að fá sig fullsadda af öllu horinu??

Ég ímynda mér einnig að þeir séu búnir að fá upp í kok af öllum soranum sem hér virðist ráða ríkjum í þjóðfélaginu. Ungir drengir láta sig það engu skipta í hvaða frárennslisgöng þeir bora. Þeir halda líka partý og setja það sem skilyrði, að þær stúlkur sem þar vilja komast inn verði að láta vel að njólanum þeirra. Þegar ég var ungur drengur þá fékk maður engar stelpur til þess að láta vel að njólanum maður gat í mesta lagi fengið þær til þess að reykja hann með manni til samlætis. Þá voru heldur engin frárennslisgöng boruð, þá boruðu menn bara í nefið og fannst það kúl. Mér finnst því að ungir drengir í dag ættu að leggja af allan óþvera og taka upp gamla siði eins og að reykja njóla og bora í nefið.


Stefanía og Hrund vinkona hennar ákváðu fyrir nokkrum mánuðum síðan að taka þátt í "Samfés" sem er hæfileikakeppni grunnskólanema með fallegt fés. Þær ákváðu að vera frumlegar og frumsömdu því lag sem þær ætluðu að nota í keppninni. Lagið sem þær sömdu alveg uppá eigin spýtur reyndist síðan vera alger snilld og eftirvæntingin eftir úrslitakvöldinu því gríðarleg. Þær stöllur fluttu síðan lagið sitt í gærkveldi fyrir framan dómnefndina og var flutningur þeirra óaðfinnanlegur. Dómnefndin sem var að mestu skipuð þursum og andfélagslegum þurrkunntum var þó ekki á sama máli og aðstandendur og skaut lagið út af borðinu. Þessari niðurstöðu ætlum við ekki að una, og höfum því ákveðið að krýna þær sigurvegara hér á þessu bloggi enda mest lesna og besta bloggsíða landsins. Til hamingju stelpur með sigurinn, bikarinn og búninginn, megi þið lengi lifa, húrra húrra húrra! Posted by Hello

þriðjudagur, febrúar 15, 2005



Ægir og Elías eru í leynifélagi sem heitir "Lukku Láki", félagið hélt sitt árlega grímuball í gærkveldi þar sem meðlimir í félaginu komu saman íklæddir búningum sem tengjast myndaseríunni um Lukku Láka. "Mér finnst búingarnir með besta móti í ár" sagði Elías við blaðamann DV er hann var inntur eftir því hvernig til hefði tekist í ár. "Mamma mín er saumakona og það er alveg ótrúlegt hvað hún getur töfrað fram úr þessum blessuðu Burda blöðum sem hún á til í stöflum inni í saumaherbergi. Það er að vísu ekki hægt að lesa sum þeirra lengur eftir að Davíð Vignir Magnússon gítarmaður sprændi á þau mígandi fullur hér um árið. En það hefur ekki komið að sök í ár, sú gamla hefur getað sneitt fram hjá pissublöðunum" sagði Elías og mundaði hólkana í áttina að blaðamanni sem forðaði sér í snarhasti út af Mímisbar þar sem herlegheitin voru haldin. Ekki veit ég hverjir eru með Ægir og Elíasi á myndinni, en ef ég ætti að giska þá myndi ég skjóta á Stjána og Hadda. Næsti fundur hjá Lukku Láka verður fimmtudaginn 4. mars næstkomandi og eru allir þeir sem hafa áhuga hvattir til þess að mæta. Boðið verður upp á Láka lummur með þeyttum rjóma og Rattatatta rúsinur í hvítlauk. Posted by Hello
Í gær varð allt vitlaust er það kvissaðist út að Eiður Smári Guðjónsson hefði verið handtekinn fullur
á Bimmanum sínum eftir leik Chelsea og Everton um helgina. DV sendi náttúrulega blaðamenn sína út af örkinu til þess að grafast fyrir um málið og fóru 12 fréttamenn og tökulið út til Bretlands til þess að kynna sér málið. Blaðamenn DV komust að því að stuðningsmenn Chelsea hefðu í snarhasti snúið baki við Eið og vildu hann í burtu frá félaginu sem fyrst. Þetta gera þeir víst alltaf þegar þeir lesa fréttir af leikmönnum sínum í hinu virta fréttablaði "The Sun".
Ég heyrði viðtal við mömmu hans Eiðs í morgun þar sem hún tjáði dagskrágerðarmönnunum Heimi og Ingu Lind í Ísland í bítið, að Eiður og liðsfélagar hans hefðu farið út að borða með konum sínum og drukkið rauðvín með matnum. Hann hefði síðan ekki drukkið neitt í 6 tíma, þegar hann ákvað að keyra bílinn sinn heim.
Frekar heimskulegt hjá stráksa en hann er svo góður í fótbolta að ég ætla að fyrirgefa honum þessa vitleysu í þetta sinn og segi:

Píkur, vín og kók fyrir góðan markahrók!

Djöfull öfunda ég Rakel útaf nýja útlitinu á heimasíðunni hennar. Svo keypti hún sér jakka í Kaupmannahöfn sem hún er ógeðslega flott í, ég öfunda hana líka ógeðslega útaf þessum jakka. Síðan öfunda ég hana obboslega af manninum sem hún á, hann er alsbert gull. Síðan öfunda ég hana hrikalega útaf því hvernig lífið leikur við hana þessa dagana, lukkan aldrei langt undan.
Héðan í frá ætla ég að kalla hana Lukku Loðmfjörð.

mánudagur, febrúar 14, 2005



Davíð eyddi helginni í að hita upp fyrir Valssvínusardaginn með því að troða eineygða snáknum í púströr nágrannans. "Hann smellpassar" sagði Davíð við ljósmyndara experimentiA.com er hann kom að honum við þessa ljótu iðju. Annars segir Davíð að það sé lítið við að vera þarna fyrir Austan og segist því nýta allan dauðan tíma í að gera tilraunir á sjálfum sér. Nágrannar Davíðs eru víst orðnir ansi þreyttir á uppátækjum hans og segjast vilja losna við viðrinið úr hverfinu sem fyrst. Posted by Hello


Elías datt í dvergagírinn um helgina. Skellti sér út á lífið með samstarfsmönnum sínum hjá Góðu Fólki og málaði bæinn rauðann. Þessi mynd var tekin af honum á Maxims þar sem hann dansaði trylltan tannburstadans við miðasölustúlkuna. Elli var í geðveikum dvergagír og skilaði sér ekki heim fyrr en seint og síðar meir, við litlar undirtektir húsfreyjunnar, sem þreytti Þorrann með nasl og diet kók langt fram eftir nóttu. Sögur segja að Elli hafi fengið að kenna á kökukeflinu fræga þegar hann loks skilaði sér heim. Elías þó! Posted by Hello


Svenni fór til Ameríku með kunningjum og vinum (allt strákar) fyrir skemmstu þar sem ætlunin var að versla veiðidót, kíkja á snjósleða og drekka bjór. Núna er Svenni á skíðum í Austurríki með fjölskyldunni. Hið ljúfa líf hefur farið illa með Svenna síðustur misseri og hann því bætt töluvert á sig. Gurrý sendi mér þessa mynd fyrir skemmstu, hún var tekin þegar þau voru á Kanarí um jólin. Hann hefur ekkert grennst síðan þessi mynd var tekin, ef eitthvað þá hefur hann bætt á sig. Svenni tók með sér útigrillið til Austurrríkis, sagði að hann ætlað sko að kenna þessum jóðlurum hvernig á að grilla almennilega svínasteik. Posted by Hello


Jæja gott fólk, þá er Valnísuraríðudagurinn genginn í garð. Nú auglýsa kynlífshjálpartækjabúðirnar sem mest þær mega og halda því að landanum að nú eigi allir að hlaupa út í búð og kaupa skaufa því það sé svo rómantískt. Helst á skaufinn að vera að minnsta kosti 3 metra langur með 30 snúningsstillingum, 2000 fálmurum og þeytara bæði að framan og aftan. Síðan mæla þeir með að maður láti fylgja þessu eins og fimm súkkulaðihúðuð jarðarber því það sé svo gott að borða jarðber eftir að maður hefur níðst á elskunni sinni á Valsvínusardeginum með gervilimnum. Ég er nú að spá í að láta þessi gylliboð Geira og félaga sem vind um eyru þjóta og kaupa heldur kringlu og kakó í Björnsbakaríi svona í tilefni dagsins. Kringlan er að vísu ekki 3 metra löng, ekki með fálmara, snúningsstillingu né þeytara, en ástkonu minni finnst ekkert betra en að narta í harða kringlu og skola henni niður með sjóðandi heitu kakói á Valssvínadeginum. Það er síðan aldrei að vita hvað allt þetta kringlunart leiður til.
Hver var eiginlega þessi Valssvíníus???? Var þetta einhver pervert eða??? Posted by Hello