fimmtudagur, febrúar 17, 2005


Pétur vinur hans Sigga hefur verið iðinn við kolann síðan hann hætti í hljómsveitinni með Sigga og Leu. Eins og flestir vita þá spilaði Pétur á hörpu í þeirri hljómsveit og gat af sér gott orð sem taktfastur hörpuleikari. Pétur flutti búferlum og þurfti því að hætta í hljómsveitinni við lítinn fögnuð annarra hljómsveitarmeðlima enda var Pétur bjargið sem bandið var byggt á. En Pétur hefur ekki setið auðum höndum síðan bandið flosnaði upp. Hann hóf nám í hörpuleik í hinum virta hörpuskóla "The Universal School of Singing Harps" og hefur nú skapað sér nokkuð stórt nafni í hörpuheiminum. Þessi mynd var tekin af honum er hann lék á Nordica Hotel fyrir skömmu við lítin fögnuð þeirra sem á hlýddu. Hann er orðinn ansi kerlingalegur og útjaskaður af öllu þessu hörpuglamri ef eitthvað er að marka myndina. Takk og bless! Posted by Hello

Engin ummæli: