"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
þriðjudagur, febrúar 15, 2005
Ægir og Elías eru í leynifélagi sem heitir "Lukku Láki", félagið hélt sitt árlega grímuball í gærkveldi þar sem meðlimir í félaginu komu saman íklæddir búningum sem tengjast myndaseríunni um Lukku Láka. "Mér finnst búingarnir með besta móti í ár" sagði Elías við blaðamann DV er hann var inntur eftir því hvernig til hefði tekist í ár. "Mamma mín er saumakona og það er alveg ótrúlegt hvað hún getur töfrað fram úr þessum blessuðu Burda blöðum sem hún á til í stöflum inni í saumaherbergi. Það er að vísu ekki hægt að lesa sum þeirra lengur eftir að Davíð Vignir Magnússon gítarmaður sprændi á þau mígandi fullur hér um árið. En það hefur ekki komið að sök í ár, sú gamla hefur getað sneitt fram hjá pissublöðunum" sagði Elías og mundaði hólkana í áttina að blaðamanni sem forðaði sér í snarhasti út af Mímisbar þar sem herlegheitin voru haldin. Ekki veit ég hverjir eru með Ægir og Elíasi á myndinni, en ef ég ætti að giska þá myndi ég skjóta á Stjána og Hadda. Næsti fundur hjá Lukku Láka verður fimmtudaginn 4. mars næstkomandi og eru allir þeir sem hafa áhuga hvattir til þess að mæta. Boðið verður upp á Láka lummur með þeyttum rjóma og Rattatatta rúsinur í hvítlauk.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli