þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Kafli 3.

Jæja þetta hefur þú upp úr því að vera með þessi helvítis læti. Ég veit, ég veit, en ég bara get ekkert gert að þessum skapbrestum mínum, sagði rauðhærði strætisvagnabílstjórinn og saug upp í nefið. Það hefði hann ekki átt að gera því nefið á honum datt af í heilu lagi og rúllaði núna á gangstéttinni fyrir framan mig. Ég hafði nú séð þá marga ljóta rauðhærða í gegnum tíðina, en þetta var tú mutts. Ég hreinlega veltist um af hlátri fyrir framan aumingja manninn, sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Nú dreif að hópur fólks til þess að sjá hvað væri nú eiginlega í gangi þarna á gangstéttinni. Hvað er eiginlega á seyði hér, sagði einn úr hópnum með spurningarmerki í rassinum. Sjáiði vesalings vagnstjórann, sagði þá lítil stúlka í hópnum og benti í áttina að gaddavírshausnum sem stóð eins og eldingu hefði lostið í hausinn á honum að minnsta kosti svona 200 sinnum. Ég á bara ekki til orð, sagði gamla konan með regnhlífina, hafiði nokkurn tíman séð svo ólánsaman mann? Nú varð hreinlega allt vitaust á stéttinni og fleira flók dreif að. Allir hlógu ósköp mikið að eldingavaranum sem átti sér ekki viðreisnar von og öll sund lokuð. Ég er ekkert ljótur öskraði hann, ég er bara veikur frussaði hann út úr sér og helmingur af framtönnunum fygldu með. Þú ert nú bara eins og heilt leikhús, veinaði miðaldra maður úr hersingunni sem hafði nú króað manninn af inn í strætóskýli.
Nú var ég komin með verulegt samviskubit, því hópurinn á stéttinni hafði nú tekið til við að týna spjarirnar af manninum og útlimir hans fylgdu með. Þetta þótti múgnum alveg drepfyndið og héldu því áfram þessum ljóta leik. Hvað er eiginlega að gerast í heilanum á ykkur? Gerið þið ykkur ekki grein fyrir því að maðurinn er illa haldin af drepsóttinni ógurlegu? Þetta var nóg. Allir hættu í ljóta leiknum og hörfuðu með skelfingarskugga í augunum afturábak. Hvað sagðir þú, sárasótt? Nei, drepsótt. Drepsótt, hvað er nú það, spurði allur hópurinn í sömu setningunn