föstudagur, janúar 21, 2005


Fór í karladekur í Laugum í tilefni dagsins. Við strákarnir byrjuðum á því að taka vel á lóðunum og peppa hvorn annan áfram. Síðan fórum við aðeins á brettið og enduðum með því að fara saman í pottinn svona í tilefni dagsins.
Sósa skráning

Fór áðan í foreldraviðtal á leikskólanum hennar Sögu (Laufásborg). Þar var mér tjáð af starfsmanni leikskólans að ég ætti sennilega besta barn í heimi. Saga er þvílíkt að slá í gegn í leiksólanum að það hálfa væri nóg. Það er kannski ekki að sökum að spyrja enda undan gæða stóðhest úr Þingholtunum (gullna þríhyrningnum).
Sósa skráning

Minni enn á bóndadaginn. Mörgum finnst gott að snæða hrossabjúgu í tilefni dagsins, bon apetit!
Sósa skráning

Það er bóndadagurinn í dag. Við bændur minnum ykkur tjellingarnar á það. Posted by Hello
Einn nokkuð góður!

Hjón í sumarfríi fóru í bústað á Þingvallavatni. Eiginmanninum fannst best að veiða við sólarupprás. Konunni fannst gaman að lesa. Einn morgun snýr eiginmaðurinn aftur eftir nokkurra klukkustunda veiðar og ákveður að leggja sig. Þó konan þekki ekki vel til á Þingvöllum ákveður hún að fara á bátnum og sigla út á vatnið. Hún siglir stutta vegalengd út á vatnið, setur út akkerið og kemur sér vel fyrir og fer að lesa bók. Stuttu seinna kemur veiðivörður siglandi að henni á bát sínum. "Góðan daginn frú, hvað ert þú að gera?" spyr hann. "Ég er að lesa bók" svarar hún (og hugsar með sér hvort það sé ekki augljóst!). "Þú ert á lokuðu veiðisvæði" segir vörðurinn. "Fyrirgefðu en ég er ekki að veiða, ég er að lesa" segir hún. "Já" svarar hann, "En þú ert með allar græjur, hvað veit ég nema að þú farir að veiða eftir skamma stund. Ég verð að fá þig í land svo ég geti gert skýrslu um þetta". "Ef þú gerir það þá verð ég að kæra þig fyrir nauðgun!" svarar hún þá. "En ég hef ekki snert þig " segir vörðurinn forviða. "Það er rétt en þú hefur allar græjur og hvað veit ég nema að þú byrjir eftir skamma stund". "Hafðu það gott í dag frú" sagði vörðurinn og sigldi á brott.

Boðskapur sögunnar
: Aldrei rífast við konu sem les. Það er mjög líklegt að hún geti líka hugsað !!

fimmtudagur, janúar 20, 2005


Jú víst er þetta Diego Armando Maradonna! Posted by Hello

María og Olivier eru búin að ákveða hvað litla stelpan þeirra á að heita!!
Hún á að heita Karmen Andrea Oliviersdóttir, Collaud. Þar hafið þið það. Posted by Hello

Svenni sendi mér þessa mynd í gær í gegnum símann. Hvaða endemis viðbjóður er nú þetta?? Siggi Atla var að tala um á blogginu sínu að hann væri ljótur. Nei Siggi minn, ef þú ert ljótur þá er ég ljótt skrýmsl! Posted by Hello

Var að fá póst um að þorrablótið í vinnunni hjá mér sé þann 18. feb. næstkomandi. Það er spurning um að skella sér. Þessi mynd var tekin á síðasta Þorrablóti þegar Þorri sjálfur mætti á svæðið og kenndi okkur aumingjunum hvernig á að rífa í sig kjamma án þess að smjatta. Posted by Hello

Á svona tæki var maðurinn að ferðast í morgun. Alveg magnaður andskoti. Ég hefði viljað ná mynd af því þegar hann straujaði á stólnum þvert yfir Hringbrautina án þess að líta til hægri eða vinstri. Posted by Hello
Hvað haldið þið að hafi borið fyrir augu okkar Rakelar í morgunsárið þegar við vorum að fara í vinnuna? Á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar (hrikaleg umferð þarna á morgnana) þar sem við sitjum í mestu makindum inni í bíl að bíða eftir grænu ljósi, sjáum við hvar maður á svona rafmagnshjólastólabíl kemur aðvífandi og festir sig í skafli þar sem hann er að reyna að komast yfir gatnamótin. Þar sat hann í smá tíma og ruggaði sér fram og til baka til þess að reyna að losa stólinn. Ég lít þá á Rakel og segi "á ég ekki að fara út að ýta?" og stekk út úr bílnum. Það voru svona fimmtíu bílar fyrir aftan okkur þannig að ég reyndi að vera eins snöggur og ég gat. Ég stekk að manninum sem sat þarna og ruggaði sér fram og aftur í stólnum í von um að 100 kg. stóllinn hentist fyrir einhverja guðs lukku upp úr skaflinum og segi við hann "á ég ekki að ýta á þig?" "Jú það væri mjög gott" svaraði hann og var greinilega mjög feginn þessari óvæntu aðstoð sem birtist allt í einu út úr myrkrinu. Bílarnir sem voru fyrir aftan Rakel voru nú þegar byrjaðir að flauta, þó svo að þeir sæju greinilega að ég var að reyna að losa hjólastólakallinn úr skaflinum. Loksin náði ég að ýta kallinum upp úr skaflinum og þá skipti engum togum að karlbjálfinn setti í fyrsta gír og tók strauið beint yfir gatnamótin á rauðu ljósi í átt að BSÍ. Ég greip um höfuðið og öskraði á eftir honum "passaði þig" en sem betur fer var engin bíll að fara yfir gatnamótin, þannig að hann slapp með skrekkinn. En hvað í fjandanum er maður í hjólastól að vilja uppá dekk í þessari færð, bílar komast varla leiðar sinnar í þessum heimskautavetri sem geysar hér á landi um þessar mundir. Hann hefur kannski verið að fara að fá sér svið og rófustöppu á BSÍ, þá er þessi geðveiki vel skiljanleg , því rófustappan á BSÍ er engri lík. Þetta var mjög fyndin uppákoma.

miðvikudagur, janúar 19, 2005


Það var stuð í gamla daga, það er ekki hægt að neita því! Ég, Svenni, Óskar Hafliði og Rakel í Tunglinu eða Rosenberg fyrir áratugum síðan. Posted by Hello

Ég endaði í partýi á Laugaveginum alveg á skallanum þar sem þessi mynd var tekin. Rakel varð alveg argandi óð þegar hún rakst á þessa mynd á netinu. Lái henni það hver sem vill. Posted by Hello

Síðast þegar við strákarnir fórum eitthvað út þá enduðu Ægir og Elías svona. Posted by Hello
Það er allt búið að vera vitlaust að gera í dag. Endalaus kortavinna, breytingar á framkvæmdinni uppi á Hellisheiði þar sem Orkuveita Reykjavíkur er að byggja risastóra jarðvarmavirkjun.
En hverjum er svo sem ekki sama um það. Óskar Haflið hafði samband við okkur "strákana" og vildi endilega fá okkur með sér í b0wling og síðan í pizzu og bjór. Mér leist bara nokkuð vel á það enda orðin dágóður tími síðan við hittum melinn. Elías hafði síðan samband við mig í gær og spurði hvort hentaði mér betur að fara út á laugardag eða föstudag. Ég tjáði honum að það skipti mig svo sem engu máli en mér þætti skemmtilegra að fara út á laugardagskvöldið. Hvað haldið þið þá að hann hafi sagt?? Já, já breytir svo sem engu fyrir mig heldur, enda hittum við hann bara í einn eða tvo tíma!! Ja hérna hér, það eru breyttir tímar. Elli sprelli bara dottinn úr öllum æðum og ætlar sér bara að fá sér einn bjór og svo heim. Nei hann kemst sko ekkert upp með neitt múður. Hann fer með okkur í b0wling og síðan í pizzu og svo kíkir hann með okkur aðeins í bæin og fær ekki að fara heim til sín fyrr en í fyrsta lagi klukkan tólf.

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Þessi frétt birtist á fréttasíðu Hrunamannahrepps (hreppur@hrunnamannahreppur.is) í dag. Alveg magnaður andskoti.

Geit skeit á hund!

Geitin Manda skeit á heimilishundinn Vask á bænum Fjós í Hrunamannahreppi seint í gærkveldi. Uppi varð fótur og fit á bænum enda um væna dellu að ræða. Bóndinn á bænum varð að gjöra svo vel að sækja haugsuguna til þess að bjarga Vaski úr dellunni. "Við hjónum fengum vægt áfall er við fréttum hvað Manda hafði gert. Hún hefur að vísu haft uppi ákveðna tilburði síðustu daga, sem túlka hefði mátt sem ákveðna tilraun til tilræðis við Vask. En hún hefur síðan látið til skarar skríða gegn Vaski og látið þetta helvíti vaða í andlitið á honum. Maður skilur ekki alltaf hvað blessuð dýrin eru að hugsa" sagði Guðjón við blaðamann er hann innti hann eftir viðbrögðum þeirra hjóna við árásinni.
Það er meira hvað það er búið að vera mikið um léttklæddar tjellingar á þessari síðu undanfarna tvo daga. Fékk bréf frá staffinu hjá blogger.com þar sem ég var vinsamlegast beðin um að gæta velsæmis á síðunni minni ella dauður liggja. Maður verður víst að taka svona ábendingar alvarlega og hætta að posta léttklæddum tjellingum á síðunni. Ég hef því ákveðið að frá og með deginum í dag mun ég aðeins birta myndir af léttklæddum karlpening.

Nú þarf maður ekki lengur að hafa áhyggjur af útlitinu, Photoshop er lausn á öllum útlitsgöllum sem eru að plaga mann. Posted by Hello

mánudagur, janúar 17, 2005


Ég skellti mér aftur á móti í laugina á laugardaginn og fékk mér einn kaldann.  Posted by Hello

Rakel fór út að djamma á föstudagskvöldið með stelpunum í vinnunni. Það var víst geðveikt stuð og þær fóru víst mikinn á skemmtistöðum bæjarins. Það náðist mynd af þeim á Rex í alveg geggjuðu stuði og birtist hún hér að ofan.  Posted by Hello

Olivier stoltur með hvítvoðunginn. Posted by Hello

Hérna sjáum við hjónakornin með fyrsta afkvæmi sitt, sem er varla stærra en handarbakið á pabba sínum. Þau skelltu sér á disco strax eftir fæðinguna enda eiturhress að vanda og létu til sín taka á dansgólfinu (bullllllllll dauðanns). Þau taka sig bara vel út litla fjölskyldan! Posted by Hello

María systir og ástkær unnusti hennar eignuðust sitt fyrsta barn síðastliðinn föstudag þann 14.01. Þau eru búin að bíða lengi eftir þessu og því eintóm hamingja á þeim bænum þessa dagana. Þau eignuðust stelpu sem var einungis 10 merkur. Hún kom þremur vikum fyrir tímann því hún gat ekki beðið lengur með að líta foreldra sína augum sem þykja skrýtnir með eindæmum. Posted by Hello