mánudagur, febrúar 20, 2006

FRISSI HÆTTUR AÐ HIRÐA SIG!

Sósi og spúsa hans til margra ára Lomma Lokkafagra gerðu sér ferð í Garðabæin í vikunni til þess að taka hús á foreldrum Lommunar. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, en hitt er þó hægt að færa til bókar að Frissi sonur Asks og Emblu (sem eru hundar) hefur látið verulega á sjá frá því í síðustu heimsókn. "Hann er bara hættur að hirða sig og það er engu tauti við hann komið lengur" sagði húsfreyjan í Blikanesinu er Sósa og Lommu varð starsýnt á kvikindið.
FUGLAFLENSUKSKÍTURINN ER KOMIN Á KLAKANN!

Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að heljarinnar flensa herjar nú á fiðurfénað víða um heim. Þessi flensuskítur hefur þann eiginleika að leggjast á menn, og ef það gerist er sá hinn sami óðara kominn undir græna torfu. Allir eru því orðnir skíthræddir við flensuóværuna og óttast að henni kunni að slá niður hérlendis. Sósi fór því með kíki í eftirlitsferð upp í Öskjuhlíð til þess að skimast um eftir flensunni, og viti menn fugl með flensu flaug fram hjá haukfránum augum Sósu um stundarfjórðungi eftir að Sósi hafði komið upp eftirlitsbúnaðinum. Stefndi óværan inn að tjörninnni í miðbæ Reykjavíkur og má því búast við að fólk eigi eftir að verða vart við flensaðar endur á tjörninni næstu daga. Sósi sjálfur hefur þó öngvar áhyggjur af flensunni enda borðar Sósi skyr og tekur lýsi á hverjum einasta degi og þarf því ekkert að óttast.
Nú er mál að linni!

Það er búið að vera eitthvað fjandans ólag á bloggernum þannig að Sósi hefur ekkert getað bloggað í langan tíma. Núna virðist þetta þó komið í lag og því ætti nú að vera hægt að taka til óspilltra málanna. Hvernig er annars með þessa menn sem aðhyllast kenningar Muuhameðs spámanns, á ekkert að fara að hætta þessu væli? Sósi segir, nú er mál að linni!