fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Jæja þá er maður dottinn í bloggið aftur, enda ekki seinna vænna á þessum síðustu og verstu. Nú er ég byrjaður í ræktinni á fullu og lít nú út eins og nýsleginn túskildingur. Djöfull munar það miklu að hreyfa sig reglulega, ég var bara búin að gleyma því hvað manni líður mun metur andlega og líkamlega. Ég fer svona 5 til 6 sinnum í viku í hádeginu og tek vel á því. Það verður einhvern vegin miklu meira úr deginum og þegar maður kemur aftur í vinnuna þá er maður ferskur sem lax í sjó. Jæja nóg um þennan ferskleika. Það er nú ekki mikið skemmtilegt framundan, matarboð hjá Dabba á föstudaginn að vísu. Annars verður bara slakað á um helgina, farið í sund og einhver hugguleg heit.
Fór í ræktina í hádeginu og tók vel á því. Hitti þar Magnús Ver kraftajötunn (fyrrverandi sterkasti maður í heimi), Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappa, Kára Stefánsson brjálæðing, Ólaf Ragnar Grímsson vitleysing, þuluna í ríkissjónvarpinu, Bjössa hallærislega kenndan við World Class, Bjössa hennar Öllu og Valda vin hans ofl. ofl. Það fór bara vel með á okkur og við skiptumst á skoðunum um heimsmálin. Kári var í geðveiku stuði og sagðist ætla að sigra heiminn, eða réttara sagt öskraði þetta yfir salinn um leið og hann tók 50 kíló í bekkpressu. Magnúsi ver var mjög brugðið við þetta uppistand hjá Kára og öskraði á hann á móti að ef hann hætti ekki þessu öskrum þá myndi hann kremja á honum hausinn í appelsínupressu. Annars voru menn bara spakir og voru almennt ekki með neinn æsing. Að vísu var þulan eitthvað að nudda sér upp við Jón Arnar og hann tók það eitthvað stinnt upp, en hann settlaði það mál með því að klípa þéttingsfast í snípinn á henni og horfa grimmdarlega á hana. Hún náði þeim skilaboðum. Annað gerðist nú ekki skemmtilegt eða vert til frásagnar í þessum hádegistíma.
Jæja þá er maður búinn að setja bloggið í smá andlitslyftingu og byrjaður að blogga á ný.