"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
fimmtudagur, febrúar 12, 2004
Fór í ræktina í hádeginu og tók vel á því. Hitti þar Magnús Ver kraftajötunn (fyrrverandi sterkasti maður í heimi), Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappa, Kára Stefánsson brjálæðing, Ólaf Ragnar Grímsson vitleysing, þuluna í ríkissjónvarpinu, Bjössa hallærislega kenndan við World Class, Bjössa hennar Öllu og Valda vin hans ofl. ofl. Það fór bara vel með á okkur og við skiptumst á skoðunum um heimsmálin. Kári var í geðveiku stuði og sagðist ætla að sigra heiminn, eða réttara sagt öskraði þetta yfir salinn um leið og hann tók 50 kíló í bekkpressu. Magnúsi ver var mjög brugðið við þetta uppistand hjá Kára og öskraði á hann á móti að ef hann hætti ekki þessu öskrum þá myndi hann kremja á honum hausinn í appelsínupressu. Annars voru menn bara spakir og voru almennt ekki með neinn æsing. Að vísu var þulan eitthvað að nudda sér upp við Jón Arnar og hann tók það eitthvað stinnt upp, en hann settlaði það mál með því að klípa þéttingsfast í snípinn á henni og horfa grimmdarlega á hana. Hún náði þeim skilaboðum. Annað gerðist nú ekki skemmtilegt eða vert til frásagnar í þessum hádegistíma.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli