miðvikudagur, október 25, 2006

Rakel og Donald Krump

Donald bauð síðan Lommunni upp í dans eftir matinn og lét vel af kellingunni. Lomman lét nú ekki eins vel af gamla hróinu, fannst hann illa lyktandi og kollan hans flæktist alltaf í eyrnalokknum.


Þökk sé Donald Krump!

Þessi mynd er tekin úr hóteli sem heitir Mandarín eitthvað. Þarna fengum við okkur síðdegisverð og svellkallt hvítvín ásamt Donald Trump og druslunni hans. Donald var bara hress og bað að heilsa til Íslands. Hann lét okkur hafa smá skilding svo við gætum greitt fyrir reikninginn.
New York, New York!

Sósinn og Lomman hans skruppu mjög svo óvænt til New York um helgina og skemmtu sér stórkostlega. Þessi borg er alveg geggjuð og ekki mun líða langur tími þangað til parið heimsækir New Yorkbúa heim aftur. Við tókum túristarúntinn á þetta fyrsta daginn, fórum og skoðuðum svæðið þar sem turnarnir hrundu 9/11, frelsisstyttuna og Ellis Island, Time Square, Wall Street og bara allann pakkann. Fórum fínt út að borða og drukkum mikið GOGT, bjór, hvítvín, Bloody Mary en slepptum Grappa í þetta skiptið. Við versluðum slatta en fórum þó ekkert yfir strikið. Sem sagt, skemmtum okkur vel með góðum félögum og ætlum okkur að koma aftur mjög fljótlega.