fimmtudagur, júní 02, 2005Hvar er Lomman? Þarna er hún! Posted by Hello
Lomman er fundinn!


Sigurður Atlason galdrasmiður fann Lommuna fyrstur allra í gær og er því verðugur handhafi "Lommunar" sem er verðlaunagripurinn í ár. Siggi mun geyma djásnið fram á næsta miðvikudag, en þá hefst ný getraun. Siggi mun fá nafn sitt skráð á bikarinn eins og gengur og gerist í öllum alvöru keppnum. Húrra fyrir Sigga, hann var "glúrnastur" allra þessa vikuna. Posted by Hello

miðvikudagur, júní 01, 2005Þessari auglýsingu verð ég bara að posta hér á síðunni, þó svo að ég sé eldheitur Man United aðdáandi, mér finnst hún nefnilega alveg óendanlega fyndin. Posted by Hello
Hvar er Loðmfjörð?


Nú ætlar Sósi að brydda upp á nýjung á blogginu í sumar. Hvern miðvikudag verður getraun sem nefnist "Hvar er Loðmfjörð" Leikurinn er svipaður og leikurinn "Hvar er Gunni". Leikurinn felst í því að Sósi postar mynd á blogginu og felur Loðmfjörð inn í myndinni. Það er síðan ykkar að finna hana. Vegleg verðlaun verða í boði fyrir þann sem er fljótastur að koma auga á Lommu. Hér kemur fyrsta myndin. Posted by Hello

þriðjudagur, maí 31, 2005


Þá hef ég loksins ákveðið hvað ég ætla að gefa Rakel í afmælisgjöf. Ég ætla að gefa henni stígvélin sem hún hefur mænt á í marga mánuði í gegnum gler á tískubúð hér í bænum. Hún á eftir að knúskyssa mig þegar hún opnar pakkann. Posted by Hello


Þarna hefði nú verið gott að hafa varadekk. Posted by Hello

mánudagur, maí 30, 2005Sósi.is lýsir því hér með yfir að sumarið sé komið til að vera. Posted by Hello