fimmtudagur, október 13, 2005

Gísli Marteinn er víst með próf!


Gísli Marteinn Baldursson blés til blaðamannafundar nú í hádeginu vegna meintra ásakana um að hann hefði aldrei lokið prófi. Gísli mætti til fundarinns í "ógeðslegu dressi" eins og einn viðstaddra tók til orða er hann sá Gísla ganga í salinn. Gísla var mikið niðri fyrir á fundinum og sakaði andstæðinga sína um að blása upp moldviðri og reyna með því að slá ryki í auga hins almenna kjósenda. "Ég hef víst lokið prófi" öskraði Gísli síðan á fundinum er einn fréttamanna gerði hróp að Gísla með þeim orðum að hann væri bara loddari sem aldrei hefði lokið prófi. "Ég er með fyrstu gráðu í hárskurði sem ég lauk fyrir fjórtán árum í Ísrael" sagði Gísli í lok fundar og vildi með þeim orðum eyða öllum grunnsemdum um próflánleysi sitt sem loðað hefur við hann undanfarnar vikur. "Þeir sem vilja prófreyna það, geta komið hér upp og bitið í medalína sem ég fékk að prófi loknu" sagði Gísli að lokum og veifaði forlátri og forljótri medalíunni framan í viðstadda.Posted by Picasa
Páll Valsson komin heim á ný!


Þá er það orðið opinbert, Páll Valsson er búin að skrifa undir félagsskipti í Val. Páll Valsson sem er fæddur og uppalinn Valsari er nú aftur komin á fornar slóðir og sagði nú rétt áðan við fréttamenn, að þó hann hefði spilað í nokkur ár með Safamýrarliðinu Fram þá hefði hann aldrei gleymt rótunum. "Valshjartað hefur aldrei hætt að slá, og slær nú örar en nokkru sinni fyrr" sagði Páll glaðbeittur við blaðamenn við undirskrift samningsins. Posted by Picasa
Björgólfur fylgir Sósa í heimsráðið!


Þá hefur það loksins verið ákveðið eftir miklar bollalengingar að það verði Björgólfur Thor sem tekur sæti í heimsráði ungra leiðtoga ásamt Sósa á Sósi.is. Töluverðan tíma hefur tekið að velja mann sem eitthvað á í Sósa hvað varðar gjörfuleika, gæfu og persónutöfra en sá sem finnst komast næst því er Björgólfur er haft eftir Ásdísi Bergfjörð formanni dómnefndar.Posted by Picasa
Sósi spottaður!


Við hér á Sósi.is hlífum ekki neinum og ætlum því ekki að þegja í kútinn það sem okkur hefur borist til augna er varðar yfirmann okkar hér á stöðinni, Sósa sjálfan. Okkur barst í fyrradag mynd þar sem hönd á karlmanni sést toga kjól á kvennmanni niður, þannig að skín í annað brjóst konunnar. Myndinni fylgdi bréf sem í stóð "Sósi kvennaflagari dauðans". Við mikla eftirgrennslan færustu sérfræðinga á myndinni kemur glöggt fram að það er Sósi sjálfur sem togar í spottann (hlýrann). Við viljum koma þeim skilaboðum til Sósa að menn eiga ekki að gera sér dælt við aðrar konur en sína eigin, ef menn vilja toga í einhverja spotta þá geta þeir togað i spotann á sjálfum sér.Posted by Picasa
Dröbban að missa það?


Heyrst hefur að Dröfn Þórisdóttir þoli ekki lengur álagið sem fylgir því að vera markaðsstjóri Eddu útgáfu og sé komin í sukkið á nýjan leik. Ljósmyndari Sósa.is rakst á Dröbbuna í kokteilboði um daginn og sá hana innbyrða að minnsta kosti 40 kokteilpinna og hesthúsa 12 stórum bjórum í ofanálag. Daginn eftir rakst ljósmyndarinn á tjellinguna á ný og sat hún þá undir stýri með 12 tommu Bratwurst hangandi í speglinum sem hún nartaði í af áfergju meðan hún beið á rauðu ljósi. Tjellingin hefur verulega bætt á sig, og ef heldur fram sem horfir þá erum við að tala um þriggja stafa tölu. En Dröbban er nú þekkt fyrir allt annað en einhvern aumingjaskap og höldum við hér á Sósi.is að kellingin rífi sig upp úr sollinum og gefi átið upp á bátinn.Posted by Picasa
Bókadívan Loðmfjörð Páls hefur í nógu að snúast!

Eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt sem reynt hafa að ná tali af Lommunni síðastliðnar vikur þá hefur hún verið mikið upptekin í vinnunni. Nú er jólabókavertíðin hafin hjá flestum bókaforlögum landsins og því allt á haus á þeim bæjum. Við hér á Sósi.is sendum baráttukveðjur til Lommunar og undirmanna hennar (Gamli Valsson, Átvaglið, Krissi, Lommi o.fl.).Posted by Picasa
Saksóknari komin í steininn!


Samkvæmt áreiðanlegum heimldum þá hefur ríkissaksóknari verið hnepptur í varðhald. "Kallinn er bara búinn að vera alveg úti á túni" sagði Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn og fjölmiðlafíkill við fréttamenn á Sósi.is er þeir inntu frétta af Jóni. "Dabbi bjallaði á mig og bað mig um að grýta honum í steininn, því kallinn hefði klúðrað þessu með Rassmuss, Jensen og Jóhannes" sagði Geir fíkill er hann skellti á nefið á blaðamönnum. Posted by Picasa

miðvikudagur, október 12, 2005

Sósadrögg gegn vægu verði!


Sósi hefur hafið innfluttning á hinni einu sönnu pillu sem læknar flest það sem hrjáir nútímamanninn í dag. Sósi hefur orðið var við það, að margir af vinum og vandamönnum hans hafa verið með eindæmum niðurdregnir og leiðinlegir þessi síðustu misery. Sósi vill ekki þessi leiðindi og hafði því samband við góðkunningja sína hjá Axlalyf hf. og bað þá um að græja í einum grænum lyf handa liðinu. Þannig að ef ykkur vantar skammt, þá fæst hann fríkeypis hjá Sósa gegn því gjaldi að menn verði í stuði ( allavega fram að áramótum), haldi matarboð, partý og svallveislur að hætti Sósa og hætti bara að vera með þessi eintómu leiðindi og fúllyndishátt eins og hátturinn hefur verið á í allan vetur.
Hysjið upp um ykkur brækurnar og gyrðið í brók,
fáið ykkur eina létta en ekki í kók. Posted by Picasa

þriðjudagur, október 11, 2005

Líf og fjör í miðbænum!


Þetta er ástæðan fyrir því að Sósi vill alls ekki flytja úr miðbænum, alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast hvert sem litið er. Þennan skemmtilega dans stigu tvö ungmenni á Hverfisgötunni nú um helgina og vöktu aðdáun margra er gengu framhjá. Gamall maður sem varð vitni að atburðinum sagði við Sósa "Hér er ekkert verið að tvínóna við hlutina. Þegar náttúran kallar þá verður að sinna henni og það strax. Svona tók maður þær á síldarplaninu hér í gamla daga, hreinlega saltaði þær ofan í tunnu ef því var að skipta". Posted by Picasa