fimmtudagur, október 13, 2005

Gísli Marteinn er víst með próf!


Gísli Marteinn Baldursson blés til blaðamannafundar nú í hádeginu vegna meintra ásakana um að hann hefði aldrei lokið prófi. Gísli mætti til fundarinns í "ógeðslegu dressi" eins og einn viðstaddra tók til orða er hann sá Gísla ganga í salinn. Gísla var mikið niðri fyrir á fundinum og sakaði andstæðinga sína um að blása upp moldviðri og reyna með því að slá ryki í auga hins almenna kjósenda. "Ég hef víst lokið prófi" öskraði Gísli síðan á fundinum er einn fréttamanna gerði hróp að Gísla með þeim orðum að hann væri bara loddari sem aldrei hefði lokið prófi. "Ég er með fyrstu gráðu í hárskurði sem ég lauk fyrir fjórtán árum í Ísrael" sagði Gísli í lok fundar og vildi með þeim orðum eyða öllum grunnsemdum um próflánleysi sitt sem loðað hefur við hann undanfarnar vikur. "Þeir sem vilja prófreyna það, geta komið hér upp og bitið í medalína sem ég fékk að prófi loknu" sagði Gísli að lokum og veifaði forlátri og forljótri medalíunni framan í viðstadda.Posted by Picasa

Engin ummæli: