Palli heiðrar minningu Jónasar
Páll Valsson oftast nefndur "hinn aldni" heiðraði minningu Jónasar Hallgrímssonar skálds á 200 ára afmælisári hans, með því að klæða sig upp í klæðnað sem margir samtíma menn Jónasar klæddust á þeim tíma. Hinn aldni Páll frá Kópavogi skellti sér síðan í myndatöku, og ekki er annað að sjá en að kallinn taki sig vel út í dressinu. Sósi er ekki frá því að hinn aldni hefði ekki síður sómt sér vel á þeim tíma er Jónas ritaði sín helstu meistaraverk.
"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
fimmtudagur, nóvember 29, 2007
Sósi skilinn útundan!
Sósi fékk heldur betur daprar fréttir í gærkveldi er lítill fugl hvíslaði að honum að allir vinir hans væru samankomnir á Kringlukránni þambandi jólaglögg í boði Studio Dabba Magg, og Sósa hefði ekki verið boðið til veislunnar. Sósi varð ofboðslega gramur við tíðindin og fór út í bílskúr að gráta, því ekki vildi hann gráta fyrir framan börn sín og konu. Sósi var engu að síður fljótur að jafna sig er hann fékk þær fregnir að jólaglöggið hefði verið eitrað og fyrrverandi vinir Sósa hefðu allir fengið í magann. Sósi sofnaði því svefni hinna réttlátu ekkert illt í mallakút með dúndrandi standp.....
Skál, pungur og pasta!
Sósi fékk heldur betur daprar fréttir í gærkveldi er lítill fugl hvíslaði að honum að allir vinir hans væru samankomnir á Kringlukránni þambandi jólaglögg í boði Studio Dabba Magg, og Sósa hefði ekki verið boðið til veislunnar. Sósi varð ofboðslega gramur við tíðindin og fór út í bílskúr að gráta, því ekki vildi hann gráta fyrir framan börn sín og konu. Sósi var engu að síður fljótur að jafna sig er hann fékk þær fregnir að jólaglöggið hefði verið eitrað og fyrrverandi vinir Sósa hefðu allir fengið í magann. Sósi sofnaði því svefni hinna réttlátu ekkert illt í mallakút með dúndrandi standp.....
Skál, pungur og pasta!
miðvikudagur, nóvember 28, 2007
"Vertu súkkulaðisnúður" komin í verslanir
Sykursnúðsglassúrpungurinn Þorgrímur Þráinsson er búin að gefa út sjálfshjálparbók fyrir karlmenn á aldrinum 18 til 88 ára. Bókin heitir "Vertu súkkulaðisnúður" og er gefin út af forlaginu Algjört Krútt. Þorgrímur sagði í stuttu spjalli við Sósa í gegnum símtæki, að hann hefði gengið með þess hugmynd í pungnum í um 20 ár eða allt frá því að hann kynntist rjómasúkkulaði kellingunni sinni á skólaballi í Versló. "Okkur karlpeningnum hefur vantað svona bók í mörg ár og því kýldi ég bara á það sjálfur að skrifa hana. Karlmenn á Íslandi eru alltof röff og ekki nógu töff að mínu viti og mér fannst komin tími til að sykursnúða þá aðeins til" sagði Þorgrímur og hristi til sveittan makkann svo skein í súkkulaði húðaða bringuna. "Er ekki allt í lagi með þig" sagði Sósi þá við sykurpunginn og lét skína í mjallhvíta gervitönnina á móti. Sykurhúðaði ástarpungurinn gaf síðan Sósa eintak af bókinni áður en hann var rokinn í ræktina að "tékka á kellingum" eins og hann orðaði það.
Fyrsta plata Luxor komin í búðir
Fyrsta plata hljómsveitarinnar Luxor sem er afsprengi hins íturvaxna mallakúts Einars Bárðarsonar er nú loks komin í búðir. Þessari plötu sykursnúðanna í Luxor hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og mörg veðmál í gangi um hvursu léleg hún yrði. Sósi setti plötuna í spilarann í dag og heldur því fram að þarna sé komin fram á sjónarsviðið ein misheppnaðasta plata hjá einni misheppnuðustu hljómsveit allra tíma. Það eina sem er í lagi á plötunni er umslagið, en það var einmitt Sósi sem hannaði það.
Fyrsta plata hljómsveitarinnar Luxor sem er afsprengi hins íturvaxna mallakúts Einars Bárðarsonar er nú loks komin í búðir. Þessari plötu sykursnúðanna í Luxor hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og mörg veðmál í gangi um hvursu léleg hún yrði. Sósi setti plötuna í spilarann í dag og heldur því fram að þarna sé komin fram á sjónarsviðið ein misheppnaðasta plata hjá einni misheppnuðustu hljómsveit allra tíma. Það eina sem er í lagi á plötunni er umslagið, en það var einmitt Sósi sem hannaði það.
þriðjudagur, nóvember 27, 2007
Ægir geðillskan uppmáluð
Sósi hitti Ægir á dögunum þar sem hann ráfaði um úfinn og illa til reika með reiðhjól á bakinu um mýrina í Skerjafirði. Sósa lék forvitni á að vita hvert hann væri að fara og hvaðan hann væri að koma og spurði því kauða beint út, "Hvert ertu að fara og hvaðan ertu að koma?". "Kemur þér ekki við fíflið þitt" hreytti þá kauði út úr sér og gaf Sósa illt auga, klóraði sér í rassinum og hélt sína leið með 10 gíra spítthjól á bakinu. Hvaða geðillska er þetta í nýgiftum manninum?
Sósi hitti Ægir á dögunum þar sem hann ráfaði um úfinn og illa til reika með reiðhjól á bakinu um mýrina í Skerjafirði. Sósa lék forvitni á að vita hvert hann væri að fara og hvaðan hann væri að koma og spurði því kauða beint út, "Hvert ertu að fara og hvaðan ertu að koma?". "Kemur þér ekki við fíflið þitt" hreytti þá kauði út úr sér og gaf Sósa illt auga, klóraði sér í rassinum og hélt sína leið með 10 gíra spítthjól á bakinu. Hvaða geðillska er þetta í nýgiftum manninum?
Bjarki's photoshoot
Sósi náði að telja Bjarka á að koma í myndatöku til þess að auglýsa nýjustu pelsana frá Guðgeiri feldskera með því að lofa honum nýjum pels upp í ermina. Bjarki settu þó fram þær kröfur að hann fengi að vera í háhæluðum og með sítt að aftan (guð má vita af hverju).
Hér til hliðar sjáum við auglýsinguna eins og hún mun birtast í blöðum.
Sósi náði að telja Bjarka á að koma í myndatöku til þess að auglýsa nýjustu pelsana frá Guðgeiri feldskera með því að lofa honum nýjum pels upp í ermina. Bjarki settu þó fram þær kröfur að hann fengi að vera í háhæluðum og með sítt að aftan (guð má vita af hverju).
Hér til hliðar sjáum við auglýsinguna eins og hún mun birtast í blöðum.
Úr takkaskóm í pels
Sparktuðruathafnamennirnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir fengu sér nýja pelsa á dögunum í tilefnu af útkomu nýjustu bókar þeirra félaga sem ber nafnið "'Úr takkaskóm í pels". Útgáfu bókarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda ekki á hverjum degi sem nauðaskollóttir tvíburar frá Akranesi gefa út bók saman og það um fótbolta og pelsa. "Oh.. þeir eru svo krúttlegir og snúllulegir eitthvað" sagði Vala Matt við Sósa.is er leitað var eftir áliti bleiku dýfunnar um nýju pelsanna sem þeir bræður spranga nú um götur bæjarins í. Arnar og Bjarki vildu ekki koma í viðtal hjá Sósa en vildu koma því á framfæri að þessir pelsar væru rándýrir og ekki fyrir neinn meðal Jón að fjárfesta í.
Sparktuðruathafnamennirnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir fengu sér nýja pelsa á dögunum í tilefnu af útkomu nýjustu bókar þeirra félaga sem ber nafnið "'Úr takkaskóm í pels". Útgáfu bókarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda ekki á hverjum degi sem nauðaskollóttir tvíburar frá Akranesi gefa út bók saman og það um fótbolta og pelsa. "Oh.. þeir eru svo krúttlegir og snúllulegir eitthvað" sagði Vala Matt við Sósa.is er leitað var eftir áliti bleiku dýfunnar um nýju pelsanna sem þeir bræður spranga nú um götur bæjarins í. Arnar og Bjarki vildu ekki koma í viðtal hjá Sósa en vildu koma því á framfæri að þessir pelsar væru rándýrir og ekki fyrir neinn meðal Jón að fjárfesta í.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)