fimmtudagur, maí 15, 2008

Hjólað í vinnuna fyrir SI

Eins og flestir hafa væntanlega tekið eftir, þá er nú í gangi átak á vinnustöðum landsins sem gengur út á það að láta sem flesta starfsmenn hjóla til vinnu sinnar. Lommukvikndið lætur ekki sitt eftir liggja í þessum efnum frekar en öðrum og hjólar nú eins og sveittur göltur um götur bæjarins og halar inn kílómetrana fyrir sitt lið í vinnunni. Sósi tók þessa mynd af Lommunni er hún hélt af stað til vinnu í morgunsárið frekar fáklædd í góða veðrinu, helköttuð og tönnuð í drasl. Lomman gat náttúrulega ekki setið hjá sér og þurfti endilega að vera með grín. Er Sósi var búinn að smella af henni myndinni setti Lomman spilið í teinana, smellti dínamóinum á dekkið og prjónaði í burtu á g-strengnum. Go, Lomma Go!

miðvikudagur, maí 14, 2008

Virðum hvíldartímann