fimmtudagur, júlí 10, 2008

Skemmtilegir hlutir að gerast á sauðfjársetrinu

Sauðfjársetur á Ströndum opnaði á dögunum sérsýningu um eina
frægustu kind Íslandssögunnar, hina fótfráu og stórgáfuðu Herdísarvíkur-Surtlu. Á sýningunni, sem verður uppi til sumarloka, segir frá ævi og örlögum kindarinnar og þar gefur einnig að líta höfuð Surtlu sem Sauðfjársetrinu var góðfúslega lánað af Sigurði Sigurðarsyni dýralækni. Árin 1951 og 1952 var Surtla hundelt af smölum, hundum og skotmönnum, en þá fóru fram fjárskipti á svæðinu frá Hvalfirði að Rangá vegna mæðiveikinnar. Óhætt er að segja að kindin hafi orðið goðsögn í lifanda lífi, en fjárskiptayfirvöld gripu að lokum til þess örþrifaráðs að leggja fé til höfuðs henni. Eftir margra klukkustunda eltingaleik þann 30. ágúst 1952 var Surtla felld ofan við Herdísarvík, en örlög hennar vöktu mikla athygli og hörð viðbrögð fjölmargra sem töldu að kindin hefði átt skilið að lifa, enda bersýnilega ekki mæðiveik (tekið af vef Sauðfjárseturs á Ströndum).
Páll Ramses alveg gapandi hissa á íslenskum stjórnvöldum

Blökkumaðurinn, keiluspilarinn og postlínssafnarinn Páll Ramses er alveg gapandi hissa á því að íslensk stjórnvöld hafi vísað honum af landi brott. Í stuttu viðtali við Sósa á dögunum sagði Ramses að hann mynd gjalda líkum líkt og nú væri það auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. "Ég hef svo sem tekið svona slag áður og farið með sigur af hólmi. Ég á svo sem ekki margar tennur eftir en þetta ætti að duga" sagði Ramses, galopnaði ginið og skellihló svo undirtók í berum gómunum.

þriðjudagur, júlí 08, 2008

Svona litur 20 ára gamlir gönguskór Sósa er hann kom til byggða!
Sósi hætt kominn á fjöllum

"Urð og grjót upp í mót, ekkert nema urð og grjót" sönglaði Sósi er hann tölti áfram í jóreyknum sem stóð aftan úr Litlu-Lommu sem skeiðaði einstigið upp á fjallið Keili á Laugardaginn var. Er upp var komið, eftir að hafa þurft að skríða í urðinni til þess að komast á toppin og nokkur illúðugleg augnaráð annarra göngumanna sem trúðu ekki eigin augum að Sósi og Lomma (sem allra jafna eru skynsamt fólk) væru að klifra í stórgrýttri urð með 5 ára gamalt barn sem undanfara, blasti við göngufólki stórbrotið útsýni til allra átta. Litla Lomma blés ekki úr nös en aðra sögu var að segja um aðra fjölskyldumeðlimi sem vöru með í för. Eftir að hafa skrifað í gestabókina og varpað öndinni léttara, tók við ekki síður erfið fjallganga niður á við. Sem fyrr létu Sósi og Lommukvikindið Litli-Lommu leiða hópinn, enda fráust á fæti og úthaldsmest í hópnum. En er komið var niður í miðja hlíð fór að síga á ógæfuhliðina hjá Sósa, sem hafði ekki tekið eftir því að hafa lagt af stað í þessa örlagaríku ferð í 30 ára mölétnum gönguskóm sem fyrir löngu voru komnir af léttasta skeiðinu. Smátt og smátt fór að kvarnast úr sóla Sósa og ekki leið á löngu þangað til ekkert var eftir af sólanum nema tómið eitt. Sósa tókst þó með allnokkru harðfylgi að komast klakklaust niður basaltbreiðuna og í skjól fyrir grjótmulningnum. Eftir að hafa skafið allra stærstu hnullungana úr ilinni var ákveðið að halda áfram för þó Sósi væri særður mjög. En ekki tók þá betra við, því nú fór að kvarnast all verulega úr hægri sólanum sem smátt og smátt hvarf í rykið svo Sósi stóð því sem næst berfættur í grýttu apalhrauninu sem umlukti allt. Sósi komst þó að lokum helsærður til byggða með dyggri aðstoð Litlu og Stóru-Lommu sem grétu alla leiðina úr hlátri svo stór sá á hraunbreiðunni. Hér til hliðar má sjá er sólinn á skó Sósa var farinn að gefa eftir.