mánudagur, nóvember 21, 2005

Hnignandi veldi tippsins mótmælt í miðbæ Reykjavíkur!
Enginn virðin borin lengur fyrir tillanum!

Eftir að hafa enn og aftur þurft að lúta í grasið fyrir bakkusi á föstudaginn, þá skellti Sprellinn sér á tillanum í bæinn á sunnudaginn ásamt fullt af öðrum vitleysingjum sem vildu með þessu uppátæki vekja athygli á hnignandi veldi tillanns í íslensku þjófélagi. "Það ber enginn lengur neina virðingu fyrir tillanum" sagði einn viðstaddra er hann var spurður út í þessa bölvuðu vitleysu. Fólkinu var að lokum smalað upp í lögreglubíla og gistir nú í húsakynnum hennar uppá brauð og vatn.
Elías málaði bæinn rauðan um helgina!

Elías Sprelías hringdi í Sósa síðastliðinn föstudag og vildi fá Sósa til þess að drekka með sér nokkra svellkalda eftir vinnu. Aldrei slíku vant þá var Sósi vant við látin og gaf ekki kost á sér að þessu sinni. Það var líka eins gott því Sprellinn fór alveg á skallann eins og hann átti til hér í gamla daga og endaði hálfrænulaus á bekk niður í Austurstræti með nokkrum ræsisrottum. Grey kallinn er ennþá að jafna sig heima í rúmi og sér ekki fyrir endann á líðan hans. Við sendum Ella baráttukveðjur og ætlum að bjóða honum uppá einn gráan næsta föstudag.
Vinstri grænir notast við gamalt sauðaket!

Vinstri grænir eru ennþá við sama heygarðshornið og tefla fram gamalli fyrirstætu vafna í sauðamáltíð eins og sveitamanna er siður.
Frjálslyndiflokkurinn vill fá fleiri konur í flokkinn!

Frjálslyndiflokkurinn teflir fram einu konunni sem nokkurn tímann hefur verið í flokknum.
Framsókn veðjar á unga fólkið!

Framsókn skartar á sínum poster ungri dívu sem klifið hefur metorðastigann innan flokksins með ógnarhraða.