föstudagur, febrúar 11, 2005Kennarinn hans Sigga hafði samband við mig í morgun og vildi að ég kæmi til hans á skrifstofuna til þess að ræða agavandamál hjá honum. Hann tjáði mér að eftir að Siggi var hnepptur í gipsið þá hafi hann orðið skapvondur, illa innrættur, leiðinlegur og hrokafullur með afbrigðum. Þessu átti ég bágt með að trúa, enda Siggi með eindæmum skapgóður og vel innrættur drengur. Hann tjáði mér þá að hann hefði látið hann ásamt þremur öðrum villingum sitja eftir í gær, og er hann ætlaði að smella mynd af tossunum (eins og hann orðaði það), þá hafi Siggi gefið honum puttann, ekki einn heldur tvo. Ég hló nú bara yfir þessari vitleysu og hélt að kallin hefði verið að staupa sig, en ég hætti að hlæja þegar hann sendi mér þessa mynd í pósti nú rétt eftir hádegi. Siggi þó! Posted by Hello


Annars er allt gott að frétta af Dabba. Hann unir sér vel í Kanada og hefur ekki yfir neinu að kvarta. Hann hlakkar meira að segja til Valnísunardagsins enda var hann með eindæmum góður hjá honum í fyrra þegar Guðný tók sig til og sendi strákinn í fótsnyrtingu á kanadískri nuddstofu þar sem þessi mynd var tekin. Posted by Hello


Davíð sendi mér póst í vikunni, alveg brjálaður. Sagði að ég hefði verið að pósta photoshoppuðum myndum af honum á netið þar sem ég væri búin að gera hann of feitann. Hann var ekki ánægður með þetta, enda búin að vera í stífri líkamsrækt síðustu mánuði. Ég viðurkenni hér með að hafa fiktað við myndina af Davíð og gert hann örlítið feitari en hann er í raun og veru. Hérna kemur því myndin af Dabba eins og hann er í raun og veru, ekkert feik!! Posted by Hello


Vildi bara minna ykkur öll á Valensínusardaginn sem er um helgina. Þá brydda margir upp á nýjungum í ástarlífinu og láta öllum illum látum. Í gamla daga þá var hér enginn Valenríðusardagur, enda réðu þá karlmenn hér flestu á landinu, og konur komust ekki upp með neitt Valnessínusar kjaftæði. Þá voru karlar karlar og konur konur og ef konurnar voru ekki þægar þá sneru karlarnir þeim á hvolf og blésu í sköp þeirra og blésu úr þeim óþekktina. Posted by Hello

miðvikudagur, febrúar 09, 2005


Maður á að láta lesa yfir auglýsingar sem maður sendir í blöðin, hversu oft á ég að þurfa að segja þetta! Posted by Hello

þriðjudagur, febrúar 08, 2005Siggi Atla var svo ánægður með að Kyla Cole skildi velja Strandirnar sem tökustað fyrir nýju myndina sína að hann ákvað að manna sig upp í að heilsa kellingunni og taka í spaðann á henni. Hann skellti sér því í bað í ruslatunnuni á bak við Cafe Riis og skolaði þar af sér mesta galdramannaskítinn. Blaðamaður Strandapóstsins smellti mynd af Sigga er hann buslaði í tunnuni og brosti út að eyrum. En það var verst fyrir Sigga að hann missti af Kylu vegna þess að hann hangsaði of lengi í bévítans tunnuni. Posted by Hello


Sigurður Atlason stórvinur minn og galdrakarl frá ströndum lætur blaðamenn sorptímaritsins DV heyra það í pistli sínum á fréttavefnum www.strandir.is (http://www.strandir.is/index.php?option=com_content&task=view&id=525&Itemid=2). Eins og flestir vita þá hefur fönguleg snót verið þar við kvikmyndatökur síðastliðna viku eða svo og heillað strandamenn upp úr skónum með glaðværð og fallegri útgeislun sem smitað hefur út frá sér í nepjunni fyrir vestan. Strandamenn eru allir aðrir þessa dagana, bros á hverri vör og smjör drýpur af hverju strái. Það er ekki á hverjum degi sem slíkur hvalreki rekur á fjörur þeirra strandamanna þó svo að þar sé ekki þverfótað fyrir rekaviði jafnt á ströndum sem til fjalla. Sigurður vonar að Jakova sem gengur undir listamannsnafninu Kyla Cole verði sem lengst á ströndum og vonast jafnvel til að geta kennt henni nokkra galdra sem gætu nýst henni til framdráttar í list sinni. Já honum Sigga er ekki fisjað saman, honum var hrúgað upp! Posted by Hello

mánudagur, febrúar 07, 2005

Rakel var að hringja, þær stöllur eru á leiðinni í bæin. Það var víst heljarinnar fjör og þær versluðu sem mest þær máttu. Ég held meira að segja að Rakel hafi keypt "Strapon", guð má vita hvað hún ætlar að gera við það. Þær reyndu víst mikið að hösla gæjana í Köben en gekk víst lítið, þær voru reyndar næstum því búnar að næla í nokkra araba sem gáfu þeim hýrt auga í einni af verslunarmiðstöðunum á Strikinu, en það fór víst allt saman út um þúfur þegar Rakel sýndi þeim straponið sem hún hafði þá nýlega keypt af svertingja á Ístegade.
Þrenn hjón, öldruð hjón, miðaldra hjón og ung hjón, vildu ganga í Krossinn.

Gunnar, yfirkross, sagði þeim að til að fá að ganga í Krossinn þyrftu þau að komast af í tvær vikur án kynlífs. Hjónin samþykktu þessi skilyrði.

Eftir tvær vikur þegar þau komu til baka spurði Gunnar öldruðu hjónin "Hvernig gekk að vera án kynlífs ?" Gamli maðurinn svaraði að þetta hefði ekki verið neitt mál, þannig að Gunnar bauð þau velkomin í Krossinn.

Næst spurði Gunnar miðaldra hjónin hvernig hefði gengið að vera án kynlífs í tvær vikur. Miðaldra maðurinn svaraði að þetta hefði gengið vel fyrstu vikuna, en seinni vikuna hefði hann þurft að sofa frammi í sófa, en það hefði tekist. Gunnar bauð miðaldra hjónin velkomin í Krossinn.

Gunnar snéri sér síðan að ungu hjónunum og spurði: "Gátuð þið verið án kynlífs í tvær vikur ? "
"Nei Gunnar, okkur tókst ekki að vera án kynlífs í tvær vikur" svaraði ungi maðurinn, sorgbitinn. "Hvað gerðist ? " spurði Gunnar. "Konan mín var að teygja sig eftir málningardós á efstu hillunni og missti hana. Þegar hún beygði sig eftir henni, stóðst ég ekki freistinguna og skellti mér aftan á hana. "Þú skilur að þið eruð þá ekki velkomin í Krossinn" segir Gunnar þá. "Já, við vitum það" sagði þá ungi maðurinn. "Við erum heldur ekki velkomin aftur í Hörpu Sjöfn.

Rakel og Sigga eru nú á leiðinni heim. Þær koma heim með dallinum, skippuðu fluginu vegna þess að þær kynntust nokkrum stellum úr saumklúbbnum "Bústnu buddurnar" í Köben og ákváðu að vera samferða þeim heim. Posted by Hello