mánudagur, apríl 28, 2008

Heilagur reykur!

http://eyjan.is/blog/2008/04/22/maedur-af-bugardinum-i-texas-i-vidtali/

........vó,hvað er eiginlega á seiði í henni veröld
Ó mig auman, hvert stefnir hin fagra veröld eiginlega?

Þessi frétt er eiginlega ein sú hrikalegasta sem Sósi hefur lesið

"Austurríkismenn eru sem þrumu lostnir tæpum sólarhring eftir að þeim var tjáð að Jósef F., roskinn rafmagnsverkfræðingur, löghlýðinn og friðsamur góðborgari að því er virtist, hefði haldið dóttur sinni, Elísabetu F., í kynlífsánauð í tæpan aldarfjórðung í gluggalausu kjallarabyrgi undir einbýlishúsi sínu og eignast með henni sjö börn án þess að eiginkonu hans grunaði neitt.
Sérfræðingar lögreglunnar í Amstetten, um 130 kílómetra vestur af Vínarborg, hafa kannað fangabyrgið; nokkur þröng herbergi, eldhúskrók og salerni.
Leiðin inní byrgið liggur um þröngar dyr með öryggislás sem Jósef F. kunni einn að opna.
Eitt barnanna sjö, tvíburi, lést þremur dögum eftir fæðingu. Jósef F. brenndi líkið. Hann ól sjálfur upp þrjú barnanna, eiginkonan hélt þau óskyld fósturbörn, þrjú voru hins vegar um kyrrt hjá móður sinni í byrginu. Þau eru 19, 18 og 5 ára.
Þau hafa enga menntun fengið. Og höfðu ekki andað að sér útilofti eða séð sólarljós þar til fyrir viku að Kerstin, elsta dóttirin, veiktist og var flutt á sjúkrahús. Þá komst allt upp.
Elísabet F. hvarf 24. ágúst 1984, 18 ára. Nú er hún 42 ára. Móðir hennar hélt að hún hefði strokið. En þann dag dró faðir hennar hana ofan í byrgið, byrlaði henni róandi lyf, hlekkjaði hana og nauðgaði henni. Hún segir að Jósef F. hafi fyrst beitt sig kynlífsofbeldi þegar hún var 11 ára"