föstudagur, september 23, 2005

Fyrsti massaði barnaheimspekingurinn!


Hvurn haldið þið að Sósi hafi hitt í ræktinni í vikunni? Engan nema Sigurð Björnsson barnaheimspeking með meiru. Siggi bað vel að heilsa öllum og vill koma því til skila að hann sé sprækur sem lækur. Það kom Sósa geysilega á óvart hvursu kallinn var vel á sig kominn. Helmassaður og ýkt köttaður. Siggi segir að hann hafi hafið æfingar með systur sinni Halldóru fyrir skömmu og að þau séu búin að ná alveg ótrúlegum árangri á mjög skömmum tíma. "Við ákváðum bar að taka þetta með trukki og vera ekki með neitt kellingavæl" öskraði Siggi á Sósa er hann dáðist að massanum á kallinum, greynilega búin að fá sér stera skammtinn og komin í mikinn ham. "Ég lyfti alltaf ber að ofan í boxer, því það er eitthvað svo heimspekilegt" sagði Siggi svo við Sósa þegar Sósi spurði hann hvort hann ætlaði ekki í eitthvað. Annars er það að frétta af heimspekiskóla Sigurðar, að þar eru ekkert nema heimskingjar vegna misskilnings í innritun á haustönn. "Æi ég gerði smá stafsetningarvillu þegar ég lét prenta út bæklinginn fyrir haustönnina. Skrifaði óvart heimskingjaskólinn í staðin fyrir heimspekiskólinn. Ég held að það komi varla neitt að sök, hér hafa aldrei verið annað en heimskingjar" sagði Siggi að lokum helmassaður á nærbrókinni er hann þusti argandi inn í lyftingasalinn þar sem Halldóra beið eftir honum til í tuskið, vafinn inn í risastórt handklæði.Posted by Picasa
Rakel Pálsdóttir, öðru nafni Lomma var beðin að setja saman lista yfir hvað hún borðaði í þrjá daga að beiðni stuðningsþjálfara hennar í Laugum.
Listinn sem hún lét þjálfarann hafa er eftirfarandi:

Dagur 1.

8:00 Pera
13:00 Vínber og vatnssopi
18:00 Hvítvín og smá hrökkbrauð

Dagur 2.

8:00 Hálf pera
13:00 Vatn og kotasæla
18:00 Hvítvín og slatti af því

Dagur 3.

8:00 Hvítvín
13:00 Hvítvín og kotasæla
18:00 Hvítvín og ropvatn c.a. 1/4 úr líter

Þjálfarinn öskraði úr hlátri þegar hann sá listann.

fimmtudagur, september 22, 2005

Laukur dagsins!
Posted by Picasa
Lomman fallin!


Lomman er enn eina ferðina dottin í naslið. Eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt þá hefur Rakel verið í gríðarlegu átaki síðastliðinn mánuð og aðeins borðað smá vott og minna þurrt. Slíkur lífsmáti kemur manni alltaf í koll og að lokum springur á limmunni. Lomman var sem sagt með ekkert varadekk í skoltinum og því fór sem fór. Við sendum Lommunni baráttukveðjur og vonum að hún rífi sig upp úr sollinum sem fyrst. Það lítur þó ekki vel út með það því hún étur nú heilt baðker á dag, og sér ekki fyrir endann á átinu. Kerlingarálftin slagar nú hátt í 80 kg. og stefnir í gríðarlegt óefni með niðurgangi og uppköstum alla virka daga.Posted by Picasa
Láttu ekki Maríu blekkja þig!


Að lokum er það síðan litla systir Sósa sem klæðir sig upp sem karlmaður. María tekur sig bara vel út í jakkafötum, og ég held svei mér þá að ég myndi hækka launin hjá þessari kellingu um helming ef hún væri í vinnu hjá mér.Posted by Picasa
Aðeins að slaka á í ljósunum!


Sósa varð ekki um sel þegar hann rakst á þessar tvær stöllur úti á lífinu síðastliðna helgi. "Aðeins að slaka á í ljósunum" sagði Sósi er hann gekk fram hjá og smellti mynd af viðundrinu.Posted by Picasa

miðvikudagur, september 21, 2005

Láttu ekki útlitið hrekkja þig!


Sósi sjálfur tók það að sér að láta breyta sér í konu númer tvö. Hann er nú ekki alveg jafn kvennlegur og Sprelías enda þurft að hafa mun meira fyrir hlutunum í gegnum tíðina og því orðin hrumur og sver. Sósi ætlar eins og félagi sinn að dvelja um stund í þessu gervi. Sósi kann því nefnilega vel að klæða sig upp eins og kelling og láta öllum illum stelpna látum.Posted by Picasa
Láttu ekki útlitið svekkja þig!


Næstur ríður á vaðið Elli negla oftast kallaður Sprelías. Þessi fjallmyndarlegi maður er jafnvel enn myndarlegri sem konukind. Sprelías tók þá ákvörðun strax eftir myndatökuna að vera í hlutverkinu í eina viku til þess að átta sig betur á því í hverju þessi kynjamunur lægi. Sprelías hefur aldrei gert sér grein fyrir þessum mun enda harðtrúlofaður galvaskri valkyrju úr Garðabæ, en þar kalla víst ekki kellingarnar allt ömmu sína.Posted by Picasa
Láttu ekki útlitið blekkja þig!


Flestir hafa væntanlega tekið eftir auglýsingaherferð VR í sjónvarpi og blöðum þar sem tveimur konum hefur verið breytt í karla og tveimur körlum hefur verið breytt í konur í þeim tilgangi að vekja fólk til umhugsunar um kynbyndinn launamun í landinu. VR hefur kosið að nota til þess arna, ljóta stjórnmálamenn. Við hér á Sósi.is viljum mótmæla þessu með því að vera með okkar eigin útlitsbreytingaþátt þar sem fallegir vinir Sósa koma við sögu. Fyrst til þess að ríða á vaðið er auðvitað heittelskuð frú Sósa, frú Loðmfjörð. Í kjölfarið munu síðan koma þrír aðrir fallegir vinir Sósa, ein kona til viðbótar og tveir karlar. Með þessu viljum við koma á framfæri til auglýsenda, að ekki er alltaf heillavænlegast að notast við þekkt andlit, heldur reynist það oft happadrjúgra að notast við fallegan almúgann sem vekur hvað mesta meðaumkun meðal þegnanna.Posted by Picasa