Fyrsti massaði barnaheimspekingurinn!
Hvurn haldið þið að Sósi hafi hitt í ræktinni í vikunni? Engan nema Sigurð Björnsson barnaheimspeking með meiru. Siggi bað vel að heilsa öllum og vill koma því til skila að hann sé sprækur sem lækur. Það kom Sósa geysilega á óvart hvursu kallinn var vel á sig kominn. Helmassaður og ýkt köttaður. Siggi segir að hann hafi hafið æfingar með systur sinni Halldóru fyrir skömmu og að þau séu búin að ná alveg ótrúlegum árangri á mjög skömmum tíma. "Við ákváðum bar að taka þetta með trukki og vera ekki með neitt kellingavæl" öskraði Siggi á Sósa er hann dáðist að massanum á kallinum, greynilega búin að fá sér stera skammtinn og komin í mikinn ham. "Ég lyfti alltaf ber að ofan í boxer, því það er eitthvað svo heimspekilegt" sagði Siggi svo við Sósa þegar Sósi spurði hann hvort hann ætlaði ekki í eitthvað. Annars er það að frétta af heimspekiskóla Sigurðar, að þar eru ekkert nema heimskingjar vegna misskilnings í innritun á haustönn. "Æi ég gerði smá stafsetningarvillu þegar ég lét prenta út bæklinginn fyrir haustönnina. Skrifaði óvart heimskingjaskólinn í staðin fyrir heimspekiskólinn. Ég held að það komi varla neitt að sök, hér hafa aldrei verið annað en heimskingjar" sagði Siggi að lokum helmassaður á nærbrókinni er hann þusti argandi inn í lyftingasalinn þar sem Halldóra beið eftir honum til í tuskið, vafinn inn í risastórt handklæði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli