miðvikudagur, maí 06, 2009

Grillseasonið að hefjast!

Þá er kominn tími til þess að taka fram grillið að nýju. Það gerði mamma Sósa að minnsta kosti síðust helgi.

Bin Laden er fundinn!

Hinn skeleggi og dagfarsprúði hryðjuverkamaður Osama Bin Laden er loks fundinn eftir mikla og víðtæka leit að kauða í mörg ár. Bin fannst við uppgröft á fornum Azteka minjum og var hinn hressasti er hann steig upp úr moldarhrúgaldinu. "Jesus, finally you find me you moterfuckers" á Bin að hafa sagt er hann sá bjargvætti sína. Hann á síðan að hafa klórað sér letilega í pungnum og ætlað að rölta í burtu en varð ekki kápan úr þeirri læðu og var færður í járn.

Silfrið heima í stofu

Hinn skeleggi afturhaldskommatittur Egill Hengjason hefur tekið þá rökréttu ákvörðun að Silfrið verði í framtíðinni tekið upp í stofunni heima hjá honum. Þessa ákvörðun tók Egill eftir að hann festist í útidyrahurðinni heima hjá sér og hafði setið þar fastur í nokkra daga og var farinn að lykta eins og gráðostur á túr. "Ekki hætti ég að éta" öskraði Hengjason á blaðamann Sósi.is er hann óskaði eftir skýringum á breyttum upptökustað Silfursins svo drundi í öllum silfurbúnaði í nágrenninu.