fimmtudagur, desember 30, 2004

Samkvæmt kortinu hér að neðan þá hef ég komið til 17 landa á ferðalögum mínum um ævina. Það segir mér að ég hafi heimsótt 7% þeirra landa sem eru á kortinu.


create your own visited countries map
or vertaling Duits Nederlands

miðvikudagur, desember 29, 2004


Rakel og Mamma í eldhúsinu á aðfangadag! Posted by Hello

Úpps, vitlaus mynd. Hér kemur SAGA mín. Posted by Hello

Gvöð hvað það er nú miklu skemmtilegra að vera með myndir á bloggsíðunni sinni. Rakel konan mín er ekki með neinar myndir á sinni bloggsíðu, enda er hennar síða miklu ljótari en mín. Ég mun vera með að minnsta kosti eina mynd með hverri færslu inná síðuna. Hérna er til dæmis mynd af henni SÖGU þar sem hún er að glugga í íslenskar bókmenntir, svei mér þá ef hún ætlar ekki að verða alveg eins og mamma sín. Posted by Hello

Siggi flottur í nýju jakkafötunum sem hann valdi sjálfur. Hann var miklu flottari en pabbi sinn, sem má muna sinn fífil fegurri. Posted by Hello

Saga sæta eftir jólabaðið! Hún var ekki kát með að vera rifin uppúr baðinu og vafin inn í handklæði í músarlíki. Posted by Hello

Rakel og börnin Posted by Hello

Jólatréð ógurlega Posted by Hello
Jæja þá er ekki seinna vænna en að byrja að blogga aftur víst kerlingarhróið hún Rakel Loðmfjörð hefur þegar sett sig í blogg stellingar fyrir þremur dögum. Nú er jólin búin og allir gjörsamlega búnir á því andlega og líkamlega. Þetta voru ágæt jól en full stutt í annan endann fyrir minn smekk, hefðu mátt vera svona viku lengur. Þá hefði maður getað skellt sér á skíði í bláfjöllum og keyrt eitthvað upp í sveit og farið í göngutúra.
En við vorum með flott jólatré þetta árið eins og endranær og ætla ég að skella mynd af því hér inn á síðuna.

föstudagur, júlí 09, 2004


Siggi var a? keppa ? g?r ? ?slandsm?tinu ? tu?rusparki og st?? sig me? eind?mum vel. ?g og kerlingar?lftin m?n f?rum me? S?gu litlu a? horfa ? og ?lftin gagga?i alveg eins og vifirringur allan t?mann. ?g ?urfti ? endanum a? tj??ra hana vi? staur 200 metrum fr? vellinum svo a? h?n hleypti ekki ?llu ? b?l og brand. Posted by Hello

miðvikudagur, júlí 07, 2004


Siggi vi? hli?ina ? rau?um Ferrari Posted by Hello

Fiskimannama?urinn me? fiskipriki? sitt og vei?isn?runa tilb?na. Lax? ? D?lum kallar og allt or?i? kl?rt. Posted by Hello

?g me? skegg Posted by Hello
Bloggið lifir!

Skari Sig Posted by Hello
Óskar Sigurðsson
Fór á sparktuðruleik með Sigga mínum í gærkveldi. Fyrsti sparktuðruleikur sem ég hef farið á í mörg ár og ég held að ég fari ekki á fleiri, allaveg ekki hér heima á fróni. Valur var að etja kappi við Stjörnumenn í þessum leik og verður að segjast eins og er að þessi leikur var vægast sagt arfaslakur þó svo að mörkin hafi verið fimm. Alveg hreint með ólíkindum hversu slakir við erum í þessum leik upp til hópa. Ég held að stelpurnar séu að verða betri í þessu en við strákarnir svei mér þá. Siggi var að vonum hundsvekktur enda ekki við öðru að búast, hans lið að keppa og þjálfarinn í liðinu. Valur komst að vísu í 2 - 0 í fyrri hálfleik en skitu síðan alveg upp á bak í seinni hálfleik og töpuðu leiknum 3 - 2 fyrir arfaslökum Stjörnumönnum. Við feðgarnir skemmtum okkur samt ágætlega saman á leiknum, átum snakk, drukkum kaffi og kók og fylgdumst með heimskum áhorfendum segja skoðun sína á dómaranum og leikmönnum. Alveg með ólíkindum hvursu margir vitleysingar safnast saman á svona íþróttaviðburðum. Ég segi það núna og ég hef alltaf sagt það, áhangendur íþróttaliða eru upp til hóla algerir vitleysingar og leiðinlegir með afbrigðum.
Bloggið lifir!
Rakst fyrir tilviljun á link inn á bloggsíðu mína sem legið hefur niðri síðan í febrúar. Alltaf gaman að lesa gamalt blogg. En nú er nýtt blogg í gangi sem mun endast allavega út daginn. Ég og atvinnukonan mín fórum í laxveiðitúr í síðustu viku og skemmtum okkur konunglega. Við vorum alveg eins og pro-veiðimenn í þessum túr, vöknuðum fyrst á morgnana og komum ávallt síðust í hús á kveldin. Okkur varð samt ekki skrápurinn úr læðunni því við settum ekki í neinn lax að þessu sinni. Það stendur þó allt til bóta því við erum að fara í annan laxveiðitúr í lok mánaðarinns. Þá ætlum við að renna fyrir stórfiska í Húnavatnssýslunni, nánar tiltekið í henni Blöndu gömlu. Þar munum við fiska sem aldrei fyrr. Aldrei hefur það komið fyrir að við höfum komið fisklausir úr Blöndu og förum því ekki að taka upp á því núna. Við verðum þarna á besta tíma og engin verður með síma í þónokkurn tíma en vonandi þurfum við ekkert að líma en þó má glíma og ríma að vild.
Jæja nóg af rugli og bulli í bili.

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Jæja þá er maður dottinn í bloggið aftur, enda ekki seinna vænna á þessum síðustu og verstu. Nú er ég byrjaður í ræktinni á fullu og lít nú út eins og nýsleginn túskildingur. Djöfull munar það miklu að hreyfa sig reglulega, ég var bara búin að gleyma því hvað manni líður mun metur andlega og líkamlega. Ég fer svona 5 til 6 sinnum í viku í hádeginu og tek vel á því. Það verður einhvern vegin miklu meira úr deginum og þegar maður kemur aftur í vinnuna þá er maður ferskur sem lax í sjó. Jæja nóg um þennan ferskleika. Það er nú ekki mikið skemmtilegt framundan, matarboð hjá Dabba á föstudaginn að vísu. Annars verður bara slakað á um helgina, farið í sund og einhver hugguleg heit.
Fór í ræktina í hádeginu og tók vel á því. Hitti þar Magnús Ver kraftajötunn (fyrrverandi sterkasti maður í heimi), Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappa, Kára Stefánsson brjálæðing, Ólaf Ragnar Grímsson vitleysing, þuluna í ríkissjónvarpinu, Bjössa hallærislega kenndan við World Class, Bjössa hennar Öllu og Valda vin hans ofl. ofl. Það fór bara vel með á okkur og við skiptumst á skoðunum um heimsmálin. Kári var í geðveiku stuði og sagðist ætla að sigra heiminn, eða réttara sagt öskraði þetta yfir salinn um leið og hann tók 50 kíló í bekkpressu. Magnúsi ver var mjög brugðið við þetta uppistand hjá Kára og öskraði á hann á móti að ef hann hætti ekki þessu öskrum þá myndi hann kremja á honum hausinn í appelsínupressu. Annars voru menn bara spakir og voru almennt ekki með neinn æsing. Að vísu var þulan eitthvað að nudda sér upp við Jón Arnar og hann tók það eitthvað stinnt upp, en hann settlaði það mál með því að klípa þéttingsfast í snípinn á henni og horfa grimmdarlega á hana. Hún náði þeim skilaboðum. Annað gerðist nú ekki skemmtilegt eða vert til frásagnar í þessum hádegistíma.
Jæja þá er maður búinn að setja bloggið í smá andlitslyftingu og byrjaður að blogga á ný.