"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
miðvikudagur, júlí 07, 2004
Fór á sparktuðruleik með Sigga mínum í gærkveldi. Fyrsti sparktuðruleikur sem ég hef farið á í mörg ár og ég held að ég fari ekki á fleiri, allaveg ekki hér heima á fróni. Valur var að etja kappi við Stjörnumenn í þessum leik og verður að segjast eins og er að þessi leikur var vægast sagt arfaslakur þó svo að mörkin hafi verið fimm. Alveg hreint með ólíkindum hversu slakir við erum í þessum leik upp til hópa. Ég held að stelpurnar séu að verða betri í þessu en við strákarnir svei mér þá. Siggi var að vonum hundsvekktur enda ekki við öðru að búast, hans lið að keppa og þjálfarinn í liðinu. Valur komst að vísu í 2 - 0 í fyrri hálfleik en skitu síðan alveg upp á bak í seinni hálfleik og töpuðu leiknum 3 - 2 fyrir arfaslökum Stjörnumönnum. Við feðgarnir skemmtum okkur samt ágætlega saman á leiknum, átum snakk, drukkum kaffi og kók og fylgdumst með heimskum áhorfendum segja skoðun sína á dómaranum og leikmönnum. Alveg með ólíkindum hvursu margir vitleysingar safnast saman á svona íþróttaviðburðum. Ég segi það núna og ég hef alltaf sagt það, áhangendur íþróttaliða eru upp til hóla algerir vitleysingar og leiðinlegir með afbrigðum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli