föstudagur, mars 16, 2007

Sósi og Lommutetrið á ferð og flugi!
Sósi og Lomma eru búin að vera mikið á ferðinni síðustu vikurnar og enn á ný hyggjast þau skötuhjú leggjast í víking. Nú er ferðinni heitið til Courchevel í Frakklandi þar sem ætlunin er að renna sér á skíðum. Tilhlökkunin er gríðarleg enda í fyrsta skipti sem farið er til útlanda á skíði. Lomman ætlar að renna sér á tunnustöfum en Sósi ætlar sér að nýta sér nútímalegri græjur. Courchevel er á skíðasvæði er nefnist "The three valleys" og er að sögn stærsta samfellda skíðasvæði í heiminum. Jíha, djö.. hlakkar Sósa til.
Úmba úmba í London!

Sósi og Lomma skruppu í helgarferð til London um síðustu helgi ásamt Ella og Bíbí. Ætlunin var að fara fínt út að borða, drekka gin í tónik, fara á listasöfn og margt fleira, en ekki varð ferðalöngunum kápan úr því handklæðinu því ferðin varð að einu risastóru svalli vallí svo enginn fékk vönd við reyst. Svo mikið gekk á í ferðinni að farið var að örla á úmbarassasa er líða fór á ferðina. Föruneytið hitti síðan Jamaroquai á hótelbarnum og tókst með þeim góður vinskapur. Bíbí tók þessa mynd af kappanum hér til hliðar og sagði honum í leiðinni að hann væri algert gíng gang gúlli vúllí rassgat með þessa geggjuðu klippingu (hann lét henda Bíbí út).
Þetta var sem sagt alveg geggjuð gíng gang gúllí gúllí vassa ferð með smá dass af gíng gang gú og smá úmbarassasa.