Sósi og Lommutetrið á ferð og flugi!
Sósi og Lomma eru búin að vera mikið á ferðinni síðustu vikurnar og enn á ný hyggjast þau skötuhjú leggjast í víking. Nú er ferðinni heitið til Courchevel í Frakklandi þar sem ætlunin er að renna sér á skíðum. Tilhlökkunin er gríðarleg enda í fyrsta skipti sem farið er til útlanda á skíði. Lomman ætlar að renna sér á tunnustöfum en Sósi ætlar sér að nýta sér nútímalegri græjur. Courchevel er á skíðasvæði er nefnist "The three valleys" og er að sögn stærsta samfellda skíðasvæði í heiminum. Jíha, djö.. hlakkar Sósa til.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli