föstudagur, febrúar 25, 2005



Sósi hefur verið upptekinn úr hófi fram síðustu daga og því ekkert bloggað. Upplausn hefur því verið á mörgum heimilum því mörgum finnst eins og eitthvað vanti í tilveruna þegar ekkert er Sósabloggið. Sósi var með kynningu á vinnustað sínum VGK í gær, þar sem kynntar voru ýmsar nýjungar í framsetningu kortagagna. Læt hér fylgja með þessum mjög svo leiðinlega bloggi um sjálfan mig, þessa mynd sem er af Hellisheiðinni þar sem miklar framkvæmdir standa nú fyrir dyrum við að koma upp jarðvarmavirkjun fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Djöfull er leiðinlegt að blogga svona um sjálfan sig. Lifi bloggið - Freedom for all peoplePosted by Hello

þriðjudagur, febrúar 22, 2005



Þessir strákar voru í góðum fíling í blíðunni í Reykjavík í gær. Tóku fram hjólabrettin og stuttermabolinu og skelltu sér á Laugaveginn. Þeir gátu ekki stillt sig um að skoða nánar auglýsinguna fyrir framan Nickerbox. Posted by Hello


Mikið var um dýrðir við stærstu mosku Reykjvíkur um helgina. Þar voru samankomnir listabræðurnir Lárus og Benedikt List ásamt foreldrum sínum Magnúsi og Helgu Krist í þeim tilgangi að lýsa upp moskuna og spila í leiðinni leiðindar tónlist. Þessi gjörningur listaspíru fjölskyldunnar, mislukkaðist herfilega þegar Lárus List henti sér ofan úr klukkuturninum með gamlan grammafón á bakinu og tvö vasaljós í sitt hvorri hendinni. Lárus gleymdi bæði að setja plötu á fóninn og batterí í vasaljósin og endasentis því niður turninn í myrkri, og það eina sem maður fékk að heyra voru öskrin í manngreyinu er hann lenti í illa uppsettu neti sem bróðir hans Benedikt List hafði hrúgað upp á Skólavörðuholtinu. Skelfingu lostinn börn og gamalmenni þustu í hópum í allar áttir og létu ekki sjá sig meira á holtinu það kvöldið. Er það mál manna að þarna hafi illa til tekist og að List familýan muni ekki koma nærri neinum viðburðum í reykvísku menningarlífi næstu áratugina. Þetta er nú meira bullið, nú er ég hættur öllu bulli. Posted by Hello

mánudagur, febrúar 21, 2005


Einn maður hefur farið mikið í taugarnar á mér síðustu 5 árin eða svo, og það er hann Gaui Litli. Allt saman blessað og gott hvað hann er að reyna að gera fyrir þá sem eru of feitir en það er athyglissýkin sem fer í taugarnar á mér. Nú ætlar Gaui síðan að fara að græða á öllu saman og hefur ákveðið að fara út í samlokugerð helvítis beinið. Posted by Hello

Guðrún og Gaui kunningjafólk okkar Rakelar fluttu á Bifröst í fyrra þar sem Guðrún settist á skólabekk. Gaui sagði upp starfi sínu í bænum og fékk vinnu í áfengisverksmiðju "Ice Vodka" í Borgarnesi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá hefur Guðrúnu farnast vel í náminu en eitthvað er það ekki að gera sig hjá Gauja í Vodkaverksmiðjunni. Ég held að Guðrún ætti að senda kallin tafarlaust aftur í bæinn, því það horfir í óefni með hann Guðjón. Kallinn liggur víst í kerunum, svamlar þar um og teygar mjöðinn ótæpilega, svo mjög að það stór sér á honum. Þessi mynd var tekin af honum á árshátiðinni Bifröst og var birt á netinu honum og öðrum til mikillar hrellingar. Guðjón, í bæinn með þig á stundinni! Posted by Hello

Þetta er hún Rakel konan mín til marga ára. Hún fríkkar bara með árunum, svei mér þá. Þessi mynd er tekin í matarboðinu sem við vorum með á laugardaginn, þar fór Rakel á kostum og sýndi af sér mikinn þokka. Þessi stórhuggulega kona er heitbundin mér til æviloka, þannig að þið perrarnir þarna úti, látið hana í friði! Posted by Hello

Það varð víst allt vitlaust á Þorrablótinu eftir að ég fór heim. Menn fóru að hella ótæpilega í sig Ágavítinu og veislan leystis víst upp í eina alsherjar vitleysu. Var að skoða myndirnar sem voru teknar og þar stakk ein myndin verulega í stúf. Á þeirri mynd er Albert gjaldkeri að stinga stúf sínum í Helgu símadömu og þar er atvinnumaður í faginu á ferðinni. Aldrei fyrr hef ég séð aðrar eins aðfarir en myndir segja meira en nokkur orð og læt ég því myndina fylgja hér með. (Það má ekki láta Albert og Helgu vita að myndin sé komin á netið!)  Posted by Hello
Ágætis helgi að baki. Ég og Kela fórum á Nordica eftir vinnu á föstudaginn og fengum okkur smá öl og smá hvítvín. Þegar við sátum þar og ræddum um daginn og veginn þá kemur þarna maður inn með svakalega skutlu upp á arminn. Svo sem ekkert í frásögur færandi en þetta stakk eitthvað svo í augun, vegna þess að þau voru bæði mjög flóttaleg og hegðuðu sér eitthvað hálf undarlega. Aldursmunirinn á þessu pari var líka mjög mikill og þá ályktuðum við náttúrulega að þarna væri svokallaður "Escort Service" á ferðinni sem er fyrirferðarmikill iðnaður erlendis. Stelpan sem varla hefur verið eldri en tvítug var íklædd miklum minkapels með glitrandi gimsteina í eyrnasnepplunum, karlinn komin vel yfir fimmtugt og var hinn vandræðalegasti. Nú, nú, þau fá sér sæti í námunda við okkur og við byrjum að gjóa augunum í átt til þeirra og hvísla eins og góðum kjaftakerlingum sæmir. Við vorum alveg hrikalega hneyksluð á þessu og litum illilega á karlinn í hvert sinn sem hann gaut augunum í átt til okkar. En allt í einu þá kemur stormandi inn heill hópur af fólki lítur í kringum sig og tekur stefnuna í átt að borðinu þar sem karluglan og escortið sátu. "Mikið er gaman að sjá ykkur feðginin svona sæt og fín" heyrist skyndilega ofan úr einni kellingunni sem kom stormandi að borðinu. Þá var þetta feðgin að fara á árshátíð!! Ég roðnaði og fór allur í keng en Rakel skellihlóg, skellti í góm og æpti "Óskar, hún er ekkert escort, hún er með pabba sínum", djöfull var það vandræðalegt.
Ég fór síðan á þorrablót í vinnunni um kvöldið og gæddi mér á kjömmum og pungum, staldraði stutt við og var komin heim um 10 leytið, enda var konan búin að bjóða mér upp í dans ef ég kæmi snemma heim. Á laugardagskvöldið komu Sigga og Bibbi í heimsókn, við gáfum þeim nautasteik að borða og skoluðum steikinni niður með svellköldum tekíla. Fórum síðan í sund á sunnudaginn þar sem ég varð fyrir skelfilegri lífsreynslu. Þegar ég kem inn í karlaklefann þá tekur á móti mér ein almesta skítalykt sem ég hef á ævinni fundið. Það lá við að ég félli í ómegin. Menn eiga að skíta heima hjá sér en ekki í sundi!!!!!!!!!!!