mánudagur, febrúar 21, 2005


Guðrún og Gaui kunningjafólk okkar Rakelar fluttu á Bifröst í fyrra þar sem Guðrún settist á skólabekk. Gaui sagði upp starfi sínu í bænum og fékk vinnu í áfengisverksmiðju "Ice Vodka" í Borgarnesi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá hefur Guðrúnu farnast vel í náminu en eitthvað er það ekki að gera sig hjá Gauja í Vodkaverksmiðjunni. Ég held að Guðrún ætti að senda kallin tafarlaust aftur í bæinn, því það horfir í óefni með hann Guðjón. Kallinn liggur víst í kerunum, svamlar þar um og teygar mjöðinn ótæpilega, svo mjög að það stór sér á honum. Þessi mynd var tekin af honum á árshátiðinni Bifröst og var birt á netinu honum og öðrum til mikillar hrellingar. Guðjón, í bæinn með þig á stundinni! Posted by Hello

Engin ummæli: