föstudagur, febrúar 14, 2003

Hér hefur ekkert verið skrifað í langan tíma því ég hef hreinlega ekki mátt vera að því.
En hér kemur kafli 2.

Þú heldur víst að þú sért ægilega sniðugur? Ég leit við og sá þá að rauðhærður lögreglumaður stóð mér við hlið og horfði niður á flakið í pollinum. Nei, eeeég, var ekki. Varstu ekki hvað? Veistu hvað við gerum við aumingja eins og þig? Neeei. Nei hvað, ertu heyrnalaus? Hvað á þetta eiginlega að þýða? Ertu alveg gengin að vitinu? Veistu ekki að það varðar við lög að skemma eignir borgarinnar. Svona gæjar sem hafa lifað gjálífi alla sína ævi eiga sko enga vorkunn skilið. Ég, ég veit ekki um hvað þú ert að tala. Veistu ekki, veistu ekki. Það er ekki nema vona að þú vitir ekki, þú ert sennilega búin að senda allar heilasellurnar á þér margsinnis í útrýmingarbúðir með þessu helvítis fylleríi sem er alltaf á þér. Bíddu, bíddu þekki ég þig eitthvað? Bíddu, pabbi bíddu mín, ertu nú farin að yrkja froðuheilinn þinn. Nú var ég orðin verulega pirraður á þessum geðsjúka lögreglumanni, eða var þetta kannski ekki lögreglumaður? Hann var allavega í lögreglubúning. Eða hvað, nei þetta er engin lögreglubúningur þetta er búningur sem langferðabílstjórar klæðast. Hvað var ég eiginlega að hugsa. Ég hefði átt að vera búin fyirr löngu að binda enda á þetta samtal. Heyrðu þú ert nú engin vörður laganna rauðhausinn þinn. Þetta hefði ég betur látið ósagt. Það skipti engum togum, maðurinn í strætógallanum trompaðist alveg ofboðslega mikið. Jæja nú færðu að kenna á því dóninn þinn veinaði hann og sló til mín. Ég rétt náði að víkja mér undan högginu og bjóst við að fleiri myndu fylgja í kjölfarið en svo varð nú ekki raunin. Hendin nefnilega fauk af honum í heilu lagi. Hann var greinilega mikið sýktur af drepsóttinni og átti því ekkert með það að vera með svona snöggar hreyfingar og það varð honum að falli