miðvikudagur, mars 26, 2003

Já það er ekki mikið að gerast á blogginu hjá mér. Það fer allur tímin í það að lesa bloggið hjá öllum hinum. Þar er bloggað tímunum saman og maður er farin að velta því fyrir sér hvað þetta fólk eiginlega geri annað en að blogga. Nú er Rakel loks komin heim úr fangelsinu og ég er mjög hress með það. Það var eins gott að hún var svona lengi því annars hefði hún komist að því hvað ég var óþekkur strákur á fimmtudaginn. Ég gerði mörg axarsköftin þann daginn, eða réttara sagt kvöldið og eru þær lýsingar ekki við hæfi barna börnin góð, þannig að þið fáið ekki að heyra neitt fyrr en þið eruð orðin stór.