föstudagur, janúar 31, 2003

Þetta fór nú heldur illa í gær hjá okkur frónverjum. Andskot.. helv... djö.. Spánverjarnir, þeir þurftu náttúrulega að detta niður á glimrandi leik á móti okkur. Annars var ég ekkert mjög svekktur, strákarnir börðust eins og ljón og gáfust aldrei upp þó svo að þeir væru ekki að spila neitt sérstaklega vel. Það er nú ekki hægt að biðja um meira en að menn leggi sig alla fram þó svo að hlutirnir gangi ekki alveg upp (það getur nefnilega komið fyrir). En veislan heldur áfram. Næst er það rússneski björninn, það verður gaman að kljást við hann. Annars er ég ekki nógu sáttur við hann Sigga, hann segist vera hættur að tala um handbolta, skyldi hann vera búin að gefast upp á strákunum????? Nei ég held ekki, hann þarf bara smá tíma til þess að jafna sig.
----------------------------------------------------------
Rakel bendi mér á að það væru fult af stafsetningarvilum hjá mér á blogginu og bað mig vynsamlegast að bæta úr því. Hún sagði að það gengi ekki up að maðurin henar væri að blogga með færustu fræðimönum íslands og það væri alt morandi í stafvillum. Ég hef því ákveððið að bæta úr þesu og héðan í frá munu enngar stafavillur sjást á blogginu hjá mér. Ef þið rákið auga í einhverrar vilur þá endilega hafið sammbannd.
Það er ekkert að frétta af nágrönnunum en ég fylgist grannt með gangi mála.

fimmtudagur, janúar 30, 2003

Já það fer víst ekkert á milli mála, leikurinnnn er í kvöld. Þetta verður stríð. Mér líst ekkert á heygulsháttinn í honum Sigga Atla því hann er svo helvíti sannspár maðurinn. Þetta verðu að vísu erfitt en ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik. Ég hef svo oft horft upp á ákveðna menn í spænska liðunu skíta í deigið þegar svona langt er komið í keppninni að ég held að það eigi ekkert eftir að breytast, sanniði til. Þeir fara á taugum þegar 15 mín eru eftir ef við hleypum þeim ekki allt of langt frá okkur. Ég verð nú líka að segja frá því víst ég er að tala um handabolta að ég hef spilað á móti nokkrum af þessum gæjum og farið illa með nokkra þeirra, a.m.k einn þeirra. Einu sinni fittaði ég Dusebajev upp úr skónum í leik á Spáni fyrir fjöldamörgum árum. En nóg af monti, það er víst nóg af því á þessu bloggi svo ég fari nú ekki að blanda mér í þá deild líka. Ég gæti trúað að leikurinn færi 32 - 30 fyrir Ísland og það verður Guðjón Valur sem innsiglar sigurinn með 32 marki okkar úr hraðaupphlaupi þegar 5 sekúndur eru eftir af leiknum. Annars er ekkert nýtt að frétta af nágrönnunum. Sá þá að vísu á vappi í morgunsárið og virtust hinur spökustu, þeir hafa kannski verið búnir að skíta greyin. Ég ætla að fylgjast grannt með þeim í kvöld, kannski ætla þeir að gera það að vana sínum að hrauna í garðinn. Þá er mér að mæta.

miðvikudagur, janúar 29, 2003

Grannar (Neibors)

Heyrði eitthvað grunsamleg þrusk áðan og fór út á svalir. Hvað haldiði að ég hafi séð????? Nýju nágrannarnir voru að skíta í garðinum sínum. Ég horfði á þetta með berum augum og er ekki að ljúga, tíu fingur upp til guðs. Þarna voru þeir með allt niðrum sig að drulla út í garði, hvað gengur eiginlega að svona skepnum, ég bara spyr. Ég náttúrulega eins og góður nágranni kallaði á þá og spurði þá í mesta kurteysi hvað gengi eiginlega á. Þeir svöruðu því engu og góndu bara á mig eins og mállausir dvergar með rassinn út í loftið. "Er stíflað hjá ykkur" kallaði ég þá því ég hélt að þeir hefðu ekki heyrt í mér fyrir stununum sem annað kvikindið virtist gefa frá sér. Ekkert svar. Annað kvikindið virtist nú vera búið að ganga örna sinna og hafði ekki einu sinni fyrir því að skeina á sér afturendann. Hann bara góndi á mig og brosti út að eyrum. "Eruð þið mállaus" öskraði ég ofan af svölunum og heimtaði að nú yrði mér svarað. Ekkert svar. Nú voru bæði kvikindin búinn og stóðu nú hlið við hlið með rassinn út á Njarðargötu og létu þessi læti í mér sig engu skipta. Þau sneru sér að lokum við og gengu rólega inn til sín eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég er alveg stórhneykslaður á þessu liði. Ég ætla að fylgjast grannt með framvindu mála og læt ykkur strax vita ef eitthvað nýtt gerist.
Djöfull.......... ætlaði að skrifa eitthvað ægilega merkilegt í morgun en þá var Bloggerinn með kvef eða eitthvað svo að það var ekkert gagn í honum. Vann því bara eins og vitleysingar á milli þess sem ég fór heim og passaði Sögu litlu, skrapp í fótbolta búð og keypti sparkboltaskó handa honum Sigga mínum því hann ætlar að verða jafngóður og Eiður Smári (þvílíkt mark hjá drengnum í gærkvöldi, það hríslaðist um mann rafmögnuð tilfinning eins og eftir þrefallt blo........ob). Þegar ég var síðan kallaður endanlega heim úr vinnunni þá setti ég mig í stellingar fyrir leikinn og var hinn brattasti fyrir Íslands hönd. Ákvað síðan að skreppa aðeins niður í Valsheimili og fylgjast aðeins með Sigga í sparktuðruleiknum. Hann stóð sig alveg eins og hetja og hljóp um allan völl eins og vitskertur álfur og lét öllum illum látum eins og ungum drengjum ber. Minnti mig um markt á gamla kallinn, gefst aldrei upp þó á móti blási. Hann verður sparktuðrusnillingur það er ég viss um. Ég og Siggi fórum síðan í búð og keyptum rófur og kartöflur til þess að hafa með slátrinu sem Rakel var að sjóða í allsvakalegum potti. Við áttum í engum vandræðum með að finna vörurnar í búðinni þó svo að við vissum að stríð er um það bil að bresta á í henni veröld. Ég settist síðan fyrir framan imbann með mörina, blóðið, vambirnar og allt gumsið og horfði á leikinn með öðru auganu því að hitt var lokað vegna alls blóðsins og fitunnar sem spýttist upp í augað á mér á meðan á átinu stóð. Náði að lokum að hreinsa augað og þá fór Patti í gang og gekk endanlega frá hinu geysisterka liði Pólverja sem kom mér gersamlega í opna skjöldu með skemmtilegum handtuðruleik. Frónverjar stóðu sig bara nokkuð vel í þessum leik, gekk ekkert allt of vel í byrjun en frystu sjóðandi heita Pólverjanna með ísköldum hraðupphlaupum um miðjan leik og litu aldrei um herðar eftir það. Dagur Sigurðsson var minn maður í leiknum, alveg ískaldur og ótrúlega útsjónarsamur. En nú fer að færast fjör í leikinn, ef við leggjum Spánverjana þá leikum við um verðlaunasæti. Því hef ég trúa á því Spánverjar skíta alltaf upp á bak þegar mikið liggur við. Ég ætla því að vona að þeir skíti yfir haus á morgun.

þriðjudagur, janúar 28, 2003

Fékk frábæra sendingu áðan í pósti. Það var linkur inn á "Íslendingabók" eða "ættfræðigrunn" Baggalúts sem er ein besta vefsíðan í bænum. Þar á maður að slá inn kennitölu sína alveg eins og hjá Frikka Skúr og þá fær maður upp ætt sína allt aftur til sautjánhundruð og súrkal. En það besta við þetta er að maður fær líka myndir af þessum útdauðu skyldmennum og smá textabrot sem lýsir viðkomandi. Þetta er ógeðslega fyndið........ Þetta eru nokkur textabrot sem eiga við nokkur útdauð skyldmenni mín:

Eiríkur bóndi - Daufdumbur. Hafði alltaf rangt fyrir sér.
Guðný Ekkja - Risti elskhuga sína á hol með hárprjóni og át þá. Var drekkt í 'Ekkjufeni' af Herbert 'böðli' Herjólfssyni.
Móra frá Borg án fastrar atvinnu - Eignaðist 48 dætur og fjóra syni. Féll fyrir hendi slátrara 1915 á heimili sínu og var snædd í kjölfarið.
Einar skemmtikraftur - Vann fyrir sér með eftirhermum og snjómokstri. Drakk sig í hel í eigin fertugsafmæli 1918
Kitlandi Fjöður galdralæknir - Lærði að skrifa nafnið sitt. Dó úr bólusótt 1902.
Bob án atvinnu - Kom aldrei til Íslands og heyrði aldrei á það minnst. Hengdur fyrir áfengisþjófnað 1913.
Anna Móðir - Eignaðist 27 börn á 30 árum. Var jafnan með móðurlaus húsdýr á brjósti, enda afkastamesti mjólkurframleiðandi Múlasýslu frá upphafi.
Guðmundur Ómagi - Var til óþurftar alla ævi. Var loks urðaður af börnum sínum meðan hann svaf. SNILLDDDDDDDDDDD

Hér er linkurinn ÍslendingabókJæja þá er ég komin með linka inn á alla helstu, stærstu og bestu bloggara landsins. Rakel reddaði þessu fyrir mig, takk fyrir það Kela mín. Nú sit ég hér og horfi út um gluggann, snjónum kyngir niður og ég brosi út í annað. Nú getur maður loksins skellt sér á bretti í Bláfjöllum, jibbbbííkæjei motherfucker. Íslingar eiga að spila við Skipasmiðina á morgun og manni er strax farið að hlakka til. Ég ætla að hita upp fyrir leikinn með því að fara með félögum mínum upp í Grafarvog og spila þar á móti Fjölnismönnum, skyldi Jónas Hall vera í liðinu????????? VIð förum létt með þá höfum ekki enn tapað leik í mótinu, en það hefur náttúrulega engin áhuga á þessu þannig að ekki ætla ég að skrifa meira um þetta helvítis íþróttabrölt. Hmmmm, nú var að koma verkefni inn á borð til mín og ég verð því að taka til óspilltra málana og vinda mér í vinnugallann.

mánudagur, janúar 27, 2003

Þetta sá ég þegar ég var að lesa Moggann á netinu áðan - mér fannst rétt að koma þessu á framfæri.

Bandaríkjamenn hafa ekki haft samband við Íslendinga vegna Íraks Haaaaaaaaaaaaa, þetta er skrýtið. Eru Bandaríkjamenn ekki búnir að hafa samband við Íslendinga..... ég bara á ekki til orð, hvurslags er þetta eiginlega.
Bandarísk stjórnvöld hafa ekki haft samband við íslensk stjórnvöld um hugsanlegar hernaðaraðgerðir í Írak og Íslendingar hafa heldur ekki haft samband við Bandaríkjamenn um málið. Nei þetta er nú bara ekki hægt! Víkingasveitinn og skátarnir eru í viðbragðsstöðu og það talar engin við neinn, hvað er eiginlega að ske.
Mogginn

Nú er mig verulega farið að lengja eftir því að þessi dagur verði að kveldi kominn. Djöfull er búið að vera leiðinlegt í vinnunni hjá mér í dag. Ég ætla að vona að vikan verði ekki öll svona afspyrnu leiðinleg. Þessi dagur er búin að vera eins og "Ísland - Ástralía" og mér líður eins og markmanni Ástrala hlýtur að hafa liðið eftir að hann var búin að sækja boltann í netið 55 sinnum. Það er samt smá glæta, Rakel er að spá í að taka mig í sátt og þá mun nú ljós kærleikanns leika um mig og minn stælta kropp. Hmmmmmm, hvað var nú þetta..... Jæja ég ætla að hætta að velta mér upp úr eymdinni og reyna að koma mér í gott skap og þá get ég kannski í leiðinni komið öðrum sem eru í vondum sköpum í betri sköp. Djöfulls........... ég kann ekkert á þetta helv...... blogg, ég verð að fá mína heittelskuðu til þess að kenna mér á þetta. Ég ætla prófa að setja link inn á mynd sem tekin var í samsetningarsmiðju DELL tölvufyrirtækisins fyrir skömmu. Here goes, nei virkar ekki, ég kann ekkert á þetta. Verð að fara í html háskóla!
Jæja þá er ég komin með blogg síðu, ekki seinna vænna. Maður virðist ekki vera maður með mönnum nema maður bloggi eins og maður eigi lífið að leysa.
Helgin var kaflaskipt hjá mér, byrjaði vel en endaði illa. Fór út á lífið með strákunum á laugardagskvöldið. Byrjuðum á því að fara í bowling þar sem ég tók þá í bakaríið og sigraði bæði einstaklingskeppnina og liðakeppnina með yfirburðum. Fórum síðan heim til Davíðs og ræddum þar um lífið og tilveruna til klukkan 1 um nóttina. Síðan var farið á pöbb (vegamót og staðin sem er þar við hliðina) eitthvað fór að síga á ógæfuhliðina hjá mér er þangað var komið því áfengið sem ég hafði sett ofan í mig (helst til of mikið) var farið að segja verulega til sín. Ég hafði lofað Kelu Páls að vera komin heim um þrjúleytið en ég gat náttúrulega ekki staðið við það frekar en fyrri daginn. Ég og Elli skröltum heim á Njarðargötu klukkan 4 og þá var allur vindur úr mínum og ég lagðist til svefn í öllum fötunum í nýja leðursófanum. Sunnudagurinn var erfiður talsverð þynnka og heimasætan ekki par ánægð með kallinn. Öl er böl!!!!!! En maður verður víst að rífa sig upp á rassgatinu og reyna að bæta eitthvað fyrir svikinn, jæja nóg um þetta helvíti í bili, vonandi gengur betur næst.