þriðjudagur, janúar 28, 2003

Fékk frábæra sendingu áðan í pósti. Það var linkur inn á "Íslendingabók" eða "ættfræðigrunn" Baggalúts sem er ein besta vefsíðan í bænum. Þar á maður að slá inn kennitölu sína alveg eins og hjá Frikka Skúr og þá fær maður upp ætt sína allt aftur til sautjánhundruð og súrkal. En það besta við þetta er að maður fær líka myndir af þessum útdauðu skyldmennum og smá textabrot sem lýsir viðkomandi. Þetta er ógeðslega fyndið........ Þetta eru nokkur textabrot sem eiga við nokkur útdauð skyldmenni mín:

Eiríkur bóndi - Daufdumbur. Hafði alltaf rangt fyrir sér.
Guðný Ekkja - Risti elskhuga sína á hol með hárprjóni og át þá. Var drekkt í 'Ekkjufeni' af Herbert 'böðli' Herjólfssyni.
Móra frá Borg án fastrar atvinnu - Eignaðist 48 dætur og fjóra syni. Féll fyrir hendi slátrara 1915 á heimili sínu og var snædd í kjölfarið.
Einar skemmtikraftur - Vann fyrir sér með eftirhermum og snjómokstri. Drakk sig í hel í eigin fertugsafmæli 1918
Kitlandi Fjöður galdralæknir - Lærði að skrifa nafnið sitt. Dó úr bólusótt 1902.
Bob án atvinnu - Kom aldrei til Íslands og heyrði aldrei á það minnst. Hengdur fyrir áfengisþjófnað 1913.
Anna Móðir - Eignaðist 27 börn á 30 árum. Var jafnan með móðurlaus húsdýr á brjósti, enda afkastamesti mjólkurframleiðandi Múlasýslu frá upphafi.
Guðmundur Ómagi - Var til óþurftar alla ævi. Var loks urðaður af börnum sínum meðan hann svaf. SNILLDDDDDDDDDDD

Hér er linkurinn Íslendingabók



Engin ummæli: