"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
mánudagur, janúar 27, 2003
Nú er mig verulega farið að lengja eftir því að þessi dagur verði að kveldi kominn. Djöfull er búið að vera leiðinlegt í vinnunni hjá mér í dag. Ég ætla að vona að vikan verði ekki öll svona afspyrnu leiðinleg. Þessi dagur er búin að vera eins og "Ísland - Ástralía" og mér líður eins og markmanni Ástrala hlýtur að hafa liðið eftir að hann var búin að sækja boltann í netið 55 sinnum. Það er samt smá glæta, Rakel er að spá í að taka mig í sátt og þá mun nú ljós kærleikanns leika um mig og minn stælta kropp. Hmmmmmm, hvað var nú þetta..... Jæja ég ætla að hætta að velta mér upp úr eymdinni og reyna að koma mér í gott skap og þá get ég kannski í leiðinni komið öðrum sem eru í vondum sköpum í betri sköp. Djöfulls........... ég kann ekkert á þetta helv...... blogg, ég verð að fá mína heittelskuðu til þess að kenna mér á þetta. Ég ætla prófa að setja link inn á mynd sem tekin var í samsetningarsmiðju DELL tölvufyrirtækisins fyrir skömmu. Here goes, nei virkar ekki, ég kann ekkert á þetta. Verð að fara í html háskóla!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli