föstudagur, janúar 31, 2003

Þetta fór nú heldur illa í gær hjá okkur frónverjum. Andskot.. helv... djö.. Spánverjarnir, þeir þurftu náttúrulega að detta niður á glimrandi leik á móti okkur. Annars var ég ekkert mjög svekktur, strákarnir börðust eins og ljón og gáfust aldrei upp þó svo að þeir væru ekki að spila neitt sérstaklega vel. Það er nú ekki hægt að biðja um meira en að menn leggi sig alla fram þó svo að hlutirnir gangi ekki alveg upp (það getur nefnilega komið fyrir). En veislan heldur áfram. Næst er það rússneski björninn, það verður gaman að kljást við hann. Annars er ég ekki nógu sáttur við hann Sigga, hann segist vera hættur að tala um handbolta, skyldi hann vera búin að gefast upp á strákunum????? Nei ég held ekki, hann þarf bara smá tíma til þess að jafna sig.
----------------------------------------------------------
Rakel bendi mér á að það væru fult af stafsetningarvilum hjá mér á blogginu og bað mig vynsamlegast að bæta úr því. Hún sagði að það gengi ekki up að maðurin henar væri að blogga með færustu fræðimönum íslands og það væri alt morandi í stafvillum. Ég hef því ákveððið að bæta úr þesu og héðan í frá munu enngar stafavillur sjást á blogginu hjá mér. Ef þið rákið auga í einhverrar vilur þá endilega hafið sammbannd.
Það er ekkert að frétta af nágrönnunum en ég fylgist grannt með gangi mála.

Engin ummæli: