Grannar (Neibors)
Heyrði eitthvað grunsamleg þrusk áðan og fór út á svalir. Hvað haldiði að ég hafi séð????? Nýju nágrannarnir voru að skíta í garðinum sínum. Ég horfði á þetta með berum augum og er ekki að ljúga, tíu fingur upp til guðs. Þarna voru þeir með allt niðrum sig að drulla út í garði, hvað gengur eiginlega að svona skepnum, ég bara spyr. Ég náttúrulega eins og góður nágranni kallaði á þá og spurði þá í mesta kurteysi hvað gengi eiginlega á. Þeir svöruðu því engu og góndu bara á mig eins og mállausir dvergar með rassinn út í loftið. "Er stíflað hjá ykkur" kallaði ég þá því ég hélt að þeir hefðu ekki heyrt í mér fyrir stununum sem annað kvikindið virtist gefa frá sér. Ekkert svar. Annað kvikindið virtist nú vera búið að ganga örna sinna og hafði ekki einu sinni fyrir því að skeina á sér afturendann. Hann bara góndi á mig og brosti út að eyrum. "Eruð þið mállaus" öskraði ég ofan af svölunum og heimtaði að nú yrði mér svarað. Ekkert svar. Nú voru bæði kvikindin búinn og stóðu nú hlið við hlið með rassinn út á Njarðargötu og létu þessi læti í mér sig engu skipta. Þau sneru sér að lokum við og gengu rólega inn til sín eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég er alveg stórhneykslaður á þessu liði. Ég ætla að fylgjast grannt með framvindu mála og læt ykkur strax vita ef eitthvað nýtt gerist.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli