"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
þriðjudagur, janúar 28, 2003
Jæja þá er ég komin með linka inn á alla helstu, stærstu og bestu bloggara landsins. Rakel reddaði þessu fyrir mig, takk fyrir það Kela mín. Nú sit ég hér og horfi út um gluggann, snjónum kyngir niður og ég brosi út í annað. Nú getur maður loksins skellt sér á bretti í Bláfjöllum, jibbbbííkæjei motherfucker. Íslingar eiga að spila við Skipasmiðina á morgun og manni er strax farið að hlakka til. Ég ætla að hita upp fyrir leikinn með því að fara með félögum mínum upp í Grafarvog og spila þar á móti Fjölnismönnum, skyldi Jónas Hall vera í liðinu????????? VIð förum létt með þá höfum ekki enn tapað leik í mótinu, en það hefur náttúrulega engin áhuga á þessu þannig að ekki ætla ég að skrifa meira um þetta helvítis íþróttabrölt. Hmmmm, nú var að koma verkefni inn á borð til mín og ég verð því að taka til óspilltra málana og vinda mér í vinnugallann.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli