fimmtudagur, janúar 30, 2003

Já það fer víst ekkert á milli mála, leikurinnnn er í kvöld. Þetta verður stríð. Mér líst ekkert á heygulsháttinn í honum Sigga Atla því hann er svo helvíti sannspár maðurinn. Þetta verðu að vísu erfitt en ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik. Ég hef svo oft horft upp á ákveðna menn í spænska liðunu skíta í deigið þegar svona langt er komið í keppninni að ég held að það eigi ekkert eftir að breytast, sanniði til. Þeir fara á taugum þegar 15 mín eru eftir ef við hleypum þeim ekki allt of langt frá okkur. Ég verð nú líka að segja frá því víst ég er að tala um handabolta að ég hef spilað á móti nokkrum af þessum gæjum og farið illa með nokkra þeirra, a.m.k einn þeirra. Einu sinni fittaði ég Dusebajev upp úr skónum í leik á Spáni fyrir fjöldamörgum árum. En nóg af monti, það er víst nóg af því á þessu bloggi svo ég fari nú ekki að blanda mér í þá deild líka. Ég gæti trúað að leikurinn færi 32 - 30 fyrir Ísland og það verður Guðjón Valur sem innsiglar sigurinn með 32 marki okkar úr hraðaupphlaupi þegar 5 sekúndur eru eftir af leiknum. Annars er ekkert nýtt að frétta af nágrönnunum. Sá þá að vísu á vappi í morgunsárið og virtust hinur spökustu, þeir hafa kannski verið búnir að skíta greyin. Ég ætla að fylgjast grannt með þeim í kvöld, kannski ætla þeir að gera það að vana sínum að hrauna í garðinn. Þá er mér að mæta.

Engin ummæli: