
Þessi mynd náðist af Sósa í Borgarnesi fyrir utan gamla Alþýðubandalagshúsið þar sem hann var að gera sig klárann fyrir rjúpnaveiðitúr sem hann var að fara í með félögum sínum.
"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
Litla stýrið fæddist kl. 12:45 að frönskum tíma þann 21. okt. síðastliðinn. Hún var rúm 3,5 kg. og heilsast henni og móður Maríu vel að sögn innfæddra. Við hér á Sósi.is óskum Oliversson family alls hins besta og vonum að þau ali barnið upp við Guðhræðslu og góða siði.
Yfir og út!
Sósinn og Lomman hans skruppu mjög svo óvænt til New York um helgina og skemmtu sér stórkostlega. Þessi borg er alveg geggjuð og ekki mun líða langur tími þangað til parið heimsækir New Yorkbúa heim aftur. Við tókum túristarúntinn á þetta fyrsta daginn, fórum og skoðuðum svæðið þar sem turnarnir hrundu 9/11, frelsisstyttuna og Ellis Island, Time Square, Wall Street og bara allann pakkann. Fórum fínt út að borða og drukkum mikið GOGT, bjór, hvítvín, Bloody Mary en slepptum Grappa í þetta skiptið. Við versluðum slatta en fórum þó ekkert yfir strikið. Sem sagt, skemmtum okkur vel með góðum félögum og ætlum okkur að koma aftur mjög fljótlega.
Sósi slafrar í sig eista á Grænlandi!
Það er ýmslegt sem menn láta plata sig út í. Sósi lét Svenna plata sig til þess að kyngja eistanu úr tarfinum sem hann skaut á Grænlandi. Svenni laug því að Sósa að það væri siður að slafra í sig kynfærunum eftir að maður skyti sitt fyrsta dýr. Sósi kann Svenna litlar þakkir fyrir og hugsar honum þegjandi þörfina.