"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
fimmtudagur, janúar 19, 2006
Sósi er miður sín þessa stundina. Hann var að fá þær fréttir að hann fær ekki að fara heim til Lommu sinnar í kvöld heldur þarf að bíða morgundagsins og þá mun læknagegnið skera úr um hvort Sósi sé í það góðu ástandi að hann fái að fara heim. Sósi hafði hlakkað mikið til að komast upp í rúm til Lommunar og kenna henni Sósasiði sem Lomman hlýtur að vera farin að gleyma. Sósi hefur ekki sést í rekkju Lommunar í næstum viku og fer það að nálgast met ef vel er að gáð. En það þýðir ekkert að grýta Björn bónda, það er jú bóndadagurinn á morgun og þá verður stjanað við minn mann á alla kanta. Stórslasaður bóndi á bóndadegi hlýtur að fá afar sérstaka yfirhalningu af hálfu spúsu sinnar, það var Sósa allavega sagt í gamla daga.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli