"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
fimmtudagur, janúar 19, 2006
Annars er það að frétta af bata Sósa að í gær var tekin út úr bringunni á honum 12 cm löng slanga sem þjónaði þeim tilgangi að sjúga í burtu allt vatn og blóð sem kom frá lungna. Lungað virðist hafa jafnað sig nokkuð vel og það lítur allt mjög vel út. Hjartað í Sósa gaf frá sér slatta af ensímum þegar hann fékk högg á bakið en það gerist víst oft eft hjartað hreyfist eitthvað örlítið. Engar skemmdir hafa fundist á innri líffærum og þar virðist allt vera í gúddí. Hjúkrunarfræðingurinn er þegar búin að minnka mænudeyfinguna úr 6 ml niður í 2 og því hafa verkirnir vegna rifbeinanna aukist til muna. Áætlunin er sú að mænudeyfingin verði tekin í dag og þá á Sósi bara að bryðja töflur út í eitt. Sósi er að vona ef hann bítur fast á jaxlinn og verður ekki með neitt kerlingarvæl að hann fái að fara heim í dag, ef ekki í dag þá á morgun enda verður maður ekki á spítala á bóndadaginn ónei. Fólk hefur verið duglegt að heimsækja Sósa (þó ekki allir) og hafa sumir komið hér dag eftir dag og kann ég þeim miklar þakkir fyrir. Það er ekki skemmtilegt að kúldrast á spítala daginn út og daginn inn, maturinn frekar vondur og svo er ég á hjarta og lungnaskurðdeild og því ekki mikið um partý eða annan gleðskap. En Sósi stefnir á góðan bata á mettíma, ætlar sér að verða komin í ræktina í næstu viku (allavega í pottinn) og aldrei að vita nema ég láti sjá mig í vinnunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli