Sósi var rétt í þessu að fá frábærar fréttir, "þú mátt fara heim í dag Sósatetur" sagði læknirinn við Sósa þegar hann vaknaði í morgun. "Slettu í þig hafragrautnum og skelltu þér í sturtu, síðan ætla ég að þukla þig aðeins og þá ert þú bara klár í slaginn" sagði doktorinn og brosti út í annað. Læknirinn sagði einnig að Sósi væri mikið hörkutól og hann teldi að það hefðu ekki margir sloppið eins vel út úr þessu slysi eins og Sósi gerði. Læknirinn telur Sósa vera ofboðslega vel byggðan og hafi því verið betur í stakk búinn en flestir aðrir að taka við slíku höggi eins og Sósi fékk í bakið á sunnudaginn. Læknirinn sagði að höggið hefði verið svo mikið að hjartað hefði gefið frá sér slatta af ensímum, en það gerir hjartað bara ef það verður fyrir einhverju meiriháttar áreiti. Þannig að Sósi má teljast heppinn að hafa sloppið með sekkinn í þetta skiptið.
Nú ætlar Sósi að fara að hafa sig til og klæða sig í kjól og hvítt enda búin að hangsa hér á Lannsanum í næstum heila viku. Verð samt að koma því á framfæri að starfsfólkið hér er sjúklega meiriháttar!
Set bráðlega inn myndir af Sósa á Lannsanum, slysinu o.fl.
Yfir og út!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli